Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 18
398 LÆKNABLAÐIÐ Rigshospitalet, Kaupmannahöfn. Mótefni gegn Legionella pneumophila serogroup (SG) 1-6, L. bozemanii, L. dumoffii og L. micdadei voru mæld með örkekjunar-aðferð (microagglutination) (11). Aðferð þessi greinir fyrst og fremst IgM mótefni (17). Öll sýnin voru í upphafi þynnt í hlutfallinu 1:8 og mæld í Mynd 1. Öndunarfœraeinkenni við innlögn og fyrri öndunarfœrasjúkdómar. % Aldur i árum Mynd 2. Algengi mótefna gegn Legionella ssp meðal 396 barna. % Mynd 3. Hlutfallsleg dreifing barna eftir mótefnasvörun með tilliti til innlagningarástœðu. helmings-þynningum. Títri >1/32 fyrir Legionella SG 1 hefur verið talinn staðfesta tilvist mótefna (18, 19). Sambærilegar rannsóknir á öðrum sermigerðum Legionella ssp liggja ekki fyrir. Þar sem markmið rannsóknarinnar var að meta tilvist mótefna gegn Legionella ssp en ekki tíðni sýkinga voru viðmiðunarmörk fyrir aðrar sermigerðir einnig settar við > 1/32. Sýnin voru þannig álitin jákvæð ef mótefni gegn einni eða fleiri tegundum Legionella ssp mældust > 1/32. NIÐURSTÖÐUR Áttatíu og sex (22%) hinna 396 barna sem innlögð voru án bráðrar lungnabólgu höfðu marktæk mótefni gegn Legionella ssp (Tafla I og tafla II). Algengi mótefnanna var lágt í aldurshópunum eins mánaðar til 35 mánaða, þar sem aðeins eitt af 117 börnum í þessum hópum reyndust með marktæk mótefni. í aldurshópunum 3 til 12 ára var algengi mótefnanna 30% (mynd 2). Mótefni fundust í 52 stúlkum (29%) og 34 drengjum (16%) og er því hlutfallið drengir/stúlkur 1:1.8 (Tafla II). Af þessum 86 blóðsýnum sem innihéldu mótefni gegn Legionella ssp voru 49 jákvæð gegn L. bozemanii, 18 voru jákvæð gegn L. bozemanii ásamt öðrum stofnum Legionella (þar af 9 tilfelli L. pneumophila SG 2) og 19 innihéldu mótefni gegn L. pneumophi/a SG 2, 3, 4, 5, 6 eða L. micdadei (í níu tilfellum L. pneumophila SG 2). Mótefni gegn L. pneumophila SG 1 eða L. dumoffii reyndust < 1/16 í öllum sýnunum. Tíðni mótefnanna meðal þeirra 28 barna með fyrri lungnabólgu eða astma var 18%, þ.e. ekki hærra en tíðnin meðal annarra barna. Af þeim 28 börnum sem innlögð voru með bráða lungnabólgu höfðu fjögur mótefni gegn Legionelia ssp, þrjár stúlkur og einn drengur. Tvö þessara barna voru yngri en þriggja ára en tvö eldri. Ekki reyndist munur á innlagningarástæðum barna með jákvæð og neikvæð mótefni (mynd 3). Ekki fannst munur á mótefnum barna með tilliti til öndunarfæraeinkenna við innlögn (mynd 4). Niðurstöðurnar benda til að efri normalmörk fyrir Legionella-títra meðal íslenskra barna, (þ.e. þau mörk sem aðeins 5% barnanna ná) séu 1/16 fyrir allar tegundir Legionella ssp í aldurshópunum eins mánaðar til þriggja ára og fyrir L. pneumophila SG 1 og L. dumoffii í öllum aldurshópum en 1/64 fyrir aldurshópinn þriggja til tólf ára hvað öðrum Legionella ssp viðkemur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.