Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 413 Skoðun vefjasýna leiðir í ljós mikla staðbundna kleifkjarna hvítblóðkorna (neutrophila) íferð í leðurhúð (dermis). Einnig eru til staðar hnattfrumur og eósínfíklar (eosinophilar) í efri- og miðleðurhúð. Fyrir utan æðavíkkun (vasodilatation) og væga æðaþekjubólgu sjást yfirleitt ekki merki um alvarlega eða bráða æðabólgu (vasculitis). Mikilvægt er að greina þennan sjúkdóm til að forðast tafir vegna leitar að földum sýkingum. Sweet’s syndrome lýsir sér á tvennan hátt. Annars vegar er orsök þess óþekkt. Það er sjúkdómur miðaldra kvenna með útbreiddum kleifkjörnum í blóði og húð, háu sökki og hita auk dæmigerðra útbrota á hálsi, höfði og efri hlutum líkamans. Sjúkdómurinn læknast oftast eftir barksterameðferð. Einnig er til Sweet’s syndrome samfara illkynja sjúkdómum. Allt að 15% sjúklinga með þessa gerð hafði einnig hvítblæði, oftast af fnyelocyta eða monomyelocyta gerð (4). Þessi tegund sjúkdómsins leggst jafnt á konur og karla en að öðru leyti lýsir hann sér eins og þar sem orsök er óþekkt. Þó eru karlar gjarnan blóðlausir og með fáar og afbrigðilegar blóðflögur. Dreifing útbrotanna er jöfn á efri og neðri hluta líkamans. Þessi lýsing á Sweet’s syndrome getur því verið fyrirboði ógreinds illkynja blóðsjúkdóms eða versnunar hans (4). Meðferð felst í inntöku á barksterum, 40-60 mg á dag, og næst bati á almennum einkennum oft innan fárra klukkustunda en á útbrotum á þremur til fimm dögum. Skammtarnir eru síðan minnkaðir á fjórum til sex vikum. Einnig hefur Indomethacin verið reynt auk 4.4’ diaminodiphenylsulfone (dapsone) sem sterasparandi viðbót. Greining: Sweet’s syndrome (acute febrile neutrophilic dermatosis). HEIMILDIR 1. Sweet RD. An acute febrile neutrophilic dermatosis. Br J Dermatol 1964; 76: 349-56. 2. Nunzi E, Crovato F, Dallegri F, Patrone F, Cormane RH. Immunopathological studies on a case of Sweet’s syndrome. Dermatologica 1981; 163: 393-400. 3. Kaplan SS, Wechsler HL, Basford RE, Zdaidarski UE, Kuhns DB. Increased plasma chemoattractant in Sweet’s syndrome. J Am Acad Dermatol 1985; 12: 1013-21. 4. Cohen PR, Kurzrock R. Sweet’s syndrome and malignancy. Am J Med 1987; 82: 1220-6.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.