Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 42
416 LÆKNABLAÐIÐ Landlæknisembættið og embætti héraðslækna taka við kvörtunum en hafa enga lagalega stöðu til að grípa til aðgerða. í Noregi er verið að stofna embætti umboðsmanna sjúklinga. Því hefur ekki verið hrundið í framkvæmd á landsvísu en í einstökum landshlutum. Kærumál sjúklinga eru rekin sem opinber mál. Sjúklingar hafa höfðað mál en ekki unnið nein ennþá. Norsk lög kveða svo á, að falli dómsúrskurður á þann veg að sjúklingi beri skaðabætur vegna læknismeðferðar, þá hvíli greiðsluábyrgð á viðkomandi stofnun en ekki viðkomandi lækni. í framhaldi þessa nefndi Kjönstad að lokum breytt samskipti sjúklings og læknis. Áður var sambandið á milli tveggja aðila. Sjúklingur hafði samband við lækni og borgaði honum beint. Nú er sambandið á milli þriggja aðila; sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks og stofnana. Flestir læknar starfa inni á stofnunum, og við það verður samband sjúklings og læknis óbeinna lagalega séð. Hluttekning Ulla Holm sálfræðingur frá Svíþjóð, fjallaði um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk sýni hluttekningu (empati). Ánægður sjúklingur fer fremur eftir fyrirmælum læknis en óánægður. Sú hluttekning sem Holm ræddi um er hæfileikinn að setja sig í annarra spor. Hún kvað hluttekningu verða að byggja á eigin reynslu og annarra, fræðilegri þekkingu, skynjun og eigin tilfinningum. Hluttekning er ekki að dragast inn í tilfinningar annarra heldur að gera sér grein fyrir þeim. Þegar veittar eru upplýsingar þarf að gera sér grein fyrir áhrifum þeirra á sjúklinginn. Heilbrigðisstarfsfólk verður einnig að gera sér grein fyrir sínum eigin tilfinningum. Fólk sem þolir illa sorg á erfitt með að skilja slíkar tilfinningar hjá öðrum. Holm sýndi myndbönd máli sínu til skýringar. Á öðru sást samtal sjúklings og læknis. Sjúklingurinn hafði lent í umferðarslysi og átti við ýmis félagsleg og persónuleg vandamál að stríða í kjölfar þess. Hann leitaði læknis og veitti alls kyns upplýsingar um vandræði sín. Læknirinn var hins vegar ekki reiðubúinn að hlusta og taka mið af þeim heldur hélt sínu striki miðað við upphaflega meðferðaráætlun án nokkurs tillits til þess sem sjúklingur sagði. Hitt myndbandið sýndi samtal við sjúkling sem fengið hafði heilablæðingu. Samtalið átti sér stað fimm árum eftir að sjúklingur veiktist, en hann var enn í þjálfun. Sjúklingurinn lýsti mati sínu á meðferðinni sem hann hafði fengið. Honum fannst skorta mjög á upplýsingar varðandi sjúkdómsgreiningu, batamöguleika og endurhæfingu. Honum þótti læknar tala niður til sjúklinga og varpaði fram þeirri hugmynd, að læknar fengju í upphafi starfsferils síns að reyna það að vera sjúklingar. Valdakerfið á sjúkrahúsinu þótti honum stirðnað og meðferð bundin ákveðinni forskrift í stað þess að taka mið af þörfum hvers og eins. Þessi sjúklingur útskrifaði sjálfan sig af sjúkrahúsinu þar sem hann þoldi ekki lengur að vera meðhöndlaður sem óvirkur þolandi. Upplýsingar Viking Falk, aðstoðarlandlæknir í Svíþjóð, fjallaði um klínískar rannsóknir og upplýsingar. Hann nefndi gildandi alþjóðareglur varðandi læknisfræðilegar tilraunir einnig þær siðareglur sem víðast eru hafðar í heiðri varðandi tilraunir á fólki. Aðalreglan er að sjúklingur fái upplýsingar en miklu varðar hvernig og hvenær upplýsingar eru veittar. Ekki er nóg að veita upplýsingar um þá meðferð sem sjúklingur hlýtur, heldur verður einnig að greina frá mögulegum aðgerðum öðrum sem ekki er gripið til og skýra hvers vegna það er ekki gert. Falk varpaði fram þeirri spurningu, hvort verið gæti að læknar óttist að upplýsa sjúklinga. Hann kvað ekki nýtt að menn vilji síður deila þekkingu með öðrum. Viðhorf sem endurspeglast í því að læknar eru reiðubúnir að hjálpa sjúklingum svo lengi sem viðurkennt er að læknar einir megi og kunni. í flestum tilvikum vilja sjúklingar vita hvers vegna þeir hljóta ákveðna meðferð. Undantekningar varða t.d. börn og geðsjúka. Nefnd á vegum Evrópuráðsins fjallaði um upplýsingar til sjúklinga. Þar voru allir á einu máli um nauðsyn þess að sjúklingar veiti samþykki við rannsóknum, og vel að merkja samþykki sem byggir á þekkingu. Falk nefndi loks hve mikilvægt væri fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk að koma á fót nefndum sem taki fyrir siðareglur. Sjúkdómsgreining Prófessor Pentti J. Taskinen, Finnlandi ræddi hvernig heppilegast væri að skýra frá greiningu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.