Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 411 Unnur Steina Björnsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson, Guðjón Lárusson SJÚKRATILFELLI INNGANGUR Útbrot eru iðulega einkenni sýkinga, bæði staðbundinna og blóðborinna. Allir læknar þekkja dæmi um slíkt, svo sem heimakomu og húðblæðingar við heilahimnubólgu. Hins vegar gleymist oft að önnur einkenni sýkinga svo sem hiti og aukning hvítra blóðkorna geta einnig fylgt húðsjúkdómum. Dæmi um þetta er »psoriasis pustulosa« og »erythroderma«. Fleiri slíka sjúkdóma getur rekið á fjörur lækna. Eftirfarandi sjúkratilfelli er dæmi um þetta auk þess sem það er fyrsta slíka tilfellið sem birt er á íslensku. SJÚKRASAGA Sextíu og fjögurra ára gömul kona var lögð inn á lyflækningadeild Landakotsspítala vegna hratt vaxandi samhverfra útbrota og hita. Hún hafði verið hraust þar til 9 dögum fyrir innlögn en þá veiktist hún með særindum í hálsi, slappleika og uppköstum auk 39 stiga hita. Hitinn hélst milli 38-39 stig að innlögn. Þrem dögum fyrir innlögn tók hún eftir útbrotum sem voru samhverf, í lófum og iljum en auk þess yfir liðum og upphandleggjum. Fram að innlagningardegi höfðu útbrotin stækkað talsvert og breiðst mjög hratt út. Konan fann fyrir svolitlum eymslum í útbrotunum en enginn kláði fylgdi þeim. Eftir að útbrotanna varð vart fann hún fyrir særindum í hálsi. Engir liðverkir fylgdu. Sjón var eðlileg og engin saga um fyrri augnsjúkdóma. Engin mæði fylgdi þessum veikindum og hafði hún alla tíð verið hraust í lungum og hjarta. Matarlyst var eðlileg og engin einkenni voru frá meltingarfærum. Sjúklingurinn taldi sig aldrei hafa fengið ofnæmi um ævina og hafði ekki tekið nein lyf undanfarna mánuði. Hún starfaði við ræstingar og engin saga var um ferðalög eða húsdýr. Fyrra heilsufar: Alla tíð verið hraust, einu sinni legið á sjúkrahúsi vegna móðurlífsaðgerðar. Fjölskyldusaga: Ekki vitað um neina ættgenga sjúkdóma. Skoðun við komu: Konan var í eðlilegum holdum, en talsvert veikindaleg. Gaf hún greinargóðar upplýsingar um heilsufar sitt. Engar eitlastækkanir voru finnanlegar og slímhúðir eðlilegar að sjá. BÞ 150/95, púls reglulegur 100/mín. Áberandi útbreidd útbrot voru á báðum höndum (mynd 1) en þó mest samhverft á hypothenarsvæðum (litlafingursbungu) (mynd 2) með tajsverðum þrota (induration) og roða sem hvarf þegar þrýst var á. Sum útbrotin líktust marktöflu (cocarde). Auk þess var áberandi blöðrumyndun (vesicula). Útbrotin voru djúp rauðblá að lit og hringlaga 0,5-3 cm í þvermál. Á upphandleggjum sjást samskonar blettir, auk þess byrjandi á lærum beggja vegna og baki. Skoðun á höfði var eðlileg. Eymsli voru ekki yfir gagnaugum og eðlilegur æðasláttur fannst þar. Á hægra auga var talsverður slímhúðarroði hliðlægt (mynd 2) og áberandi augnslímuæðateikning á hægra hluta auga. Hliðlægt á hægri augnabrún var lítill þrotinn hringlaga blettur. Skoðun á augnbotnum var eðlileg. Sjúklingur var með gervitennur, en engin útbrot eða breytingar voru í slímhúðum í munni. Eðlilegur sláttur var á hálsslagæð, ekkert flæðishljóð. Barki var í miðlínu og skjaldkirtill eðlilegur. Skoðun á brjóstkassa leiddi í ljós eðlilega brjóstkirtla og Barst 15/04/1988. Samþykkl 01/11/1988.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.