Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 227 Trausti Valsson STEFNA MENNINGARGILDA OG MANNLEGRAR VELFERÐAR Fræöilegur grunnur núverandi skipulagsstefnu gagnrýndur og nýrri stefnu lýst með dæmum INNGANGUR Umhverfismótun hvers tíma er endurspeglun á þeim gildum og hugsanamynstrum sem eru ráðandi í þjóðfélaginu á hverju tilteknu þróunarskeiði þess. Mestu menningarþjóðimar hafa byggt fegurstu borgimar og mótað fegurstu húsin og fegurstu munina. Og gagnstætt þessu, er jafnan talið að þau samfélög sem getið hafa af sér Ijótt og ómannúðlegt umhverfi, séu á frekar lágu menningarstigi. Menningarstig umhverfis endurspeglast t.d. í því stigi vísindalista og fræða sem þjóðfélag hefur náð. Það er um endurskoðun þessa fræðilega grunns sem nú gildir í umhverfismótun, sem þessi ritgerð fjallar fyrst og fremst um. Hverju borgarsamfélagi er að sjálfsögðu nauðsyn að geta verið stolt af borginni sinni - jafnt þótt einhverju sé ábótavant um gerð hennar - líkt og öllum foreldrum er nauðsyn að þykja böm sín falleg og mannvænleg þótt í raun kunni eitthvað þar á að skorta. Vegna þess þurfa mælikvarðanir sem við notum um borgir okkar og umhverfi að vera tveir: Þann fyrri þurfum við til daglegs brúks og þá verður hið kauðslega og ófullkomna vinalegt og jafnvel sjarmerandi. Seinni mælikvarðann - fræðilegan mælikvarða - þurfum við svo aftur að taka fram, þegar við viljum móta stefnu um metnaðarfull markmið. Fyrri mælikvarðinn er í ofnotkun á íslandi; við höfum tilhneigingu til að vera of full af gagnrýnislítilli ánægju með okkar hlut, líkt og bændur í afskekktri sveit. A þetta - að mínu mati - bæði við um menninguna almennt, svo og gæði hins byggða umhverfis í bæjum okkar og borgum. Sumarið 1985 birti Þórður Ben myndlistarmaður mynd af íbúðahverfi í grein um skipulagsmál. Fljótt á litið virtust þetta vera »vinalegu« íbúðablokkimar inni í Háaleitishverfi. Þegar rýnt var í myndatextann kom í ljós, að svo var þó ekki, heldur var þetta frá borg í Síberíu. - Við að uppgötva þetta var ímynd okkar fljót að breytast, og »vinalegu« blokkimar voru núna orðnar kaldranalegar freðmýrabyggingar án tengsla við umhverfi sitt. Upplifun af þessu tagi fær mann til að setja spumingarmerki við það hvort blokkahverfi okkar sé raunverulega mannlegt og fallegt umhverfi. Dæmi um þetta hjálpa okkur til að losna úr viðjum fyrri mælikvarðans; hins huglæga (subjektiva) mælikvarða. Firring, tengslaleysi, hráslagalegur fegurðarsmekkur og úreltar garðborgahugmyndir eru meðal þeirra atriða sem þessi ritgerð tekur til gagnrýninnar athugunar. Lýst verður m.a. hvemig sumir þessir ágallar eiga sér upphaf í fræðilegum bakgmnni hinna íslensku skipulagslaga og byggingasamþykkta. Hér kemur rit Guðmundar Hannessonar prófessors nokkuð við sögu, (1) vegna þess að það varð í mörgu helsti fræðilegi grundvöllur að skipulagslögunum fyrstu, 1921. Ritverk Guðmundar voru um margt mjög merkileg, en ekki fer hjá því að á um 70 árum hafi ýmis viðhorf úrelst. Það hlýtur því að vekja spumingu þegar ljóst verður við athugun, að fáar grundvallandi breytingar hafa orðið á skipulagslögunum íslensku allan þennan tíma. Það virðist því orðið tímabært að hinn fræðilegi bakgrunnur laganna sé kannaður og endurskoðaður á kerfisbundinn hátt. Þótt ritgerðin sé að megin uppistöðu fræðileg verður reynt að sýna áhrif þeirrar sýnar sem hér er kynnt með dæmum og skematískum uppdráttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.