Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 8
230 LÆKNABLAÐIÐ landsbyggðarinnar ellegar komist af stað þróun sem í framtíðinni muni leiða til lægra lífsgildis mannvistar í þéttbýli. Hvers vegna skipulagssýn garðborgarinnar hefur úrelst Eg nefndi í inngangi ritgerðar minnar að rit Guðmundar hefði myndað fræðilegan grundvöll að fyrstu skipulagslögunum 1921. Jafnframt benti ég á að þessi fræðilegi grunnur og sú sýn sem að baki lá, hafi ekki verið könnuð og endurskoðuð á kerfisbundinn hátt í sambandi við lagasetningu, og sé því enn að verki, þó staða þéttbýlis í landinu sé allt önnur en hún var, í upphafi aldarinnar. Skipulagssýn Guðmundar var mjög mótuð af ágöllum borga frumtæknitímans á 19. öld. í þessum borgum blandaðist óþrifalegur sótspúandi iðnaður íbúðahverfum, vatns- og loftmengun var rnikil og fæðan tíðum óholl, þannig að allskonar sjúkdómar grasseruðu. Læknar höfðu að vonum miklar áhyggjur af þessu ástandi og skildu öðrurn betur að þetta stafaði mikið af lélegu umhverfi og ytri umbúnaði. Gerðust því læknar víða forgöngumenn um umbætur í umhverfis- og skipulagsmálum. Ég þykist vita að menn hafa ekki gaman af of miklum sagnfræðilegum lestri, en til þess að átta sig á hvað er orðið úrelt af fræðilegum grunni skipulagsstefnu, sem enn er við lýði að allverulegu leyti, verður að greina sundur, að vissu marki, hvaða aðstæður og hvaða afstaða lá í upphafi að baki þessarar skipulagsstefnu. í stuttu máli eru helstu breytingamar í aðstæðum orðnar þessar hér á landi: Vegna hitaveitu og rafmagns spúa iðjuver ekki lengur frá sér kolareyk og frá fyrirtækjum eins og t.d. sláturhúsum og íshúsum (sem Guðmundur nefnir sem óæskileg í nágrenni íbúðahverfa) stafar ekki lengur sýklahætta. Sýklar eru almennt minna á sveimi þannig að sótthreinsandi hindrunarlaus aðkoma sólargeisla er ekki eins mikilvæg eins og fyrr. Ahrifa þessa atriðis í skipulagsfræðum náði hámarki fyrir og um miðja öldina, vegna berklasýkla og eru stakstæðu blokkimar með löngu millibilunum afleiðing þess. (Kallað á dönsku »turberkulose planer«). Ferskt og hollt grænmeti er nú á boðstólum árið um kring og er því minni þörf á kálgörðum við hús og vegna strætisvagna og bílaeignar þarf síður einkagarða, heldur er hægt að fara í almenningsgarða eða upp í sveit með bílum eða almenningsfarartækjum. Þessar forsendur sem ég hef nú upp talið og útskýrt hvers vegna em að mestu úreltar, var sá fræðilegi gmnnur sem skipulagshugsjónin um »garðborgimar« byggði á. Og það voru fyrst og fremst forsendur þessarar hugsjónar sem voru mótandi í skipulagskenningum Guðmundar og þar með í íslenskum skipulagslögum. Lýsingin á þeim breytingum sem ég tel að þurfi að gera á ýmsum ákvæðum íslenskra skipulagslaga út frá þeirri skoðun á breyttum aðstæðum sem gerðar hafa verið að umræðuefni bíður næsta kafla. Þó vil ég bæta við þessa umræðu hér gagnrýni minni á einni ranghugmynd, sem varð tíðum fylgifiskur garðborgahugmyndarinnar - einnig hér á Islandi. Þessi ranghugmynd var sú að hægt væri að sameina kosti þéttbýlis og strjálbýlis á sama staðnum þannig að fólk gæti notið THE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.