Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 257 Maðurinn er ekkert venjulegt dýr, hann er menningardýr. Atferli dýra er þeim eðlislægt, aðeins mjög lítillega mótað af umhverfi og reynslu. Ef á að breyta atferli dýra, t.d. láta ketti hætta að veiða, þá þarf að breyta eðli þeirra. Slíkt gerist mjög hægt eða jafnvel alls ekki, því þegar kettir væru hættir að veiða þá væru þeir líklega ekki lengur kettir. Maðurinn lærir svo til alla sína framkomu. Kannski er það að sjúga, gráta og brosa það eina sem hann kann án náms. Menningin sem hann fæðist í kennir honum alla aðra framkomu. Segja má, að menningin sé ekki aðeins verk mannsins heldur er það hún sem gerir hann að manni. Á jörðinni eru óendanlega mörg blæbrigði af menningu, sem endurspeglast í tungumálum, trú, siðum og venjum. Og vegna þess hve fátt er manninum eðlislægt þá hefur hann geysilega mikla aðlögunarhæfni. Afkomendur þessa eina stofns manna geta jafnt búið á ísköldum norðurslóðum og í hitabelti umhverfis miðbaug, það getur ekkert (annað) dýr jarðar. í stað þess að dýr annað hvort aðlagast hægt breyttu umhverfi eða deyja út, þá hefur maðurinn þann möguleika að sjá breytingar fyrir og bregðast við þeim. Sú er von mannkyns. (t) 300 Á Watson JD et al., 1987. Molecular Biology of the Gene. The Benjamin/Cummings Publishing Company, Inc. Saga mannsins er oft táknuð með beinni línu, með nokkrum þverstrikum sem gefa til kynna hvar á þessari beinu braut einhverjir merkisatburðir urðu í sögunni. Við höfum líka tilhneigingu til að álíta að því lengra sem við förum á þessari línu því þróaðri séum við. En hvað er að vera þróaður? Ef við segjum: Þróað samfélag er það samfélag þar sem annar hver íbúi á bfl, þá er okkar samfélag sannarlega þróað. Ef við segjum hins vegar: Þróað samfélag er það samfélag, þar sem ekkert það er framkvæmt sem leitt gæti til tortímingar samfélagsins, þá er okkar samfélag mjög svo vanþróað, en t.d. samfélög safnara og veiðimanna mjög þróuð. Litningur er líka oft táknaður með beinni línu og hin ýmsu gen með beinum strikum þvert á hana. Við vitum samt, að í raun er hann ekki þannig. DKS (DNA) þráðurinn vefur sig í hringi umhverfis kimisagnimar, tvo hringi um hverja ögn, vindur sér svo að næstu og vefur sig um hana. Kannski væri réttast að túlka sögu mannsins á sama hátt. Hún hefur nú snúist í hringi umhverfis mengandi iðnað og auðlindasóun í um tvær aldir, nú er kominn tími til að snúa aðeins upp á sig og vefjast umhverfis eitthvað annað. En þó svo að kalla mætti hringina umhverfis iðnvæðingarögnina e.k. vítahringi, þá er ekki allt slæmt sem þar er. Mörg þeirra gena sem þar em hafa verið bæld, eða hafa ekki að fullu fengið notið sín, en ættu að geta orðið virk og að miklu gagni ef þráðurinn tekur rétta stefnu og vefur sig um t.d. umhverfisvemdarögnina. FRAMTÍÐIN Hér á undan er varið miklu rými til að rökstyðja forsendur fyrir þeim hugmyndum um framtíðarskipulag sem settar verða fram. Ljóst má vera, að það er harla fávíslegt að gera ráð fyrir framtíðarskipulagi í þéttbýli öðmvísi en snúið verði af braut þeirrar orkueyðslu sem nú ríkir. Þó svo hugsanlega verði hægt að fá olíu á alla einkabflana, flutningabflana, vinnuvélamar, skipin og flugvélamar næstu 20 eða jafnvel 50 árin, þá er það svo stuttur tími, að gert er ráð fyrir að hús og önnur mannvirki í borgum standi miklu lengur en það. Jafnvel þótt hægt verði að vinna svipaðan orkugjafa og olían er úr kolum eða gasi, þá er mengunin fylgifiskur allra þessara orkugjafa. Spá vísindamanna um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.