Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 24
244 LÆKNABLAÐIÐ að framleiða matvæli. Það ríkti visst jafnvægi á milli borga annars vegar, sem byggðust á verslun, léttum iðnaði, þjónustu og stjómsýslu, og hins vegar landsins umhverfis. A landi er jarðvegurinn hin brothætta brú á milli lífs og dauða. Þar festir gróðurinn rætur sínar. Hann einn getur breytt dauðum efnum jarðar og lofts og orku sólar í næringu fyrir allar aðrar lífvemr. Stærstu borgimar urðu til þar sem landið var frjósamast, gjöfulast. TÆKNIN Iðnbylting Iðnbylting breytti öllu. Vélar fóm að vinna störf sem menn eða dráttardýr höfðu unnið áður. Eitt af aðaleinkennum borga hefur alltaf verið, að þar er ekki virt lögmálið um hringrásir efna í náttúrunni, þ.e. úrgangur skilar sér ekki aftur til jarðarinnar þaðan sem hann er kominn, eins og hann gerði í dreifbýli. Undantekningar eru þó hinar fomu grísku borgir, en þar er talið að stundaður hafi verið landbúnaður í einhverjum mæli innan borganna, þannig að úrgangur borgarbúa nýttist. Eftir iðnbyltingu varð úrgangur borganna ekki lengur aðeins lífrænn úrgangur frá mönnum og dýmm, heldur einnig s.k. iðnaðarmengun. Iðnaðarmengunin hefur önnur og oft miklu meiri áhrif en lífræni úrgangurinn, enda geta verið í henni efni sem eru í mjög litlu magni eða ekki til í náttúmnni, þ.e. raska hringrásum náttúmnnar eða falla alls ekki inn í þær. Iðnbylting stækkaði mjög áhrifasvæði borga út í dreifbýlið vegna bættra samgangna. Síðar tók við tæknivæðing í landbúnaðinum sjálfum, sem leiddi til þess að miklu meira var ræktað á hverri flatareiningu lands en unnt hafði verið áður, vegna mikillar vélvæðingar í landbúnaði, notkunar tilbúins áburðar, illgresiseyðis og skordýraeiturs við ræktun landsins og alls kyns lyfja við eldi dýra. Tæknin gefur manninum þá tilfinningu, að hann ráði yfir umhverfi sínu. Snerting takka breytir myrku herbergi í bjart, eða köldu húsi í heitt og snúningur krana færir vatn þangað sem þess er þörf. Matvæli og aðrar vömr eru fluttar heimshomanna á milli, reyndar oft með hjálp rotvamarefna. Ahrif veðurs og loftslags á dreifingu og þéttleika íbúðarbyggðar fara sífellt minnkandi. En tæknin á sínar skuggahliðar. Iðnaðarmengun borganna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.