Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 56
270
LÆKNABLAÐIÐ
Cristian Norberg-Schultz, 1986. Et stæd á være. Gyldendal Norsk
Forlag A/S.
Várt problem er jo nettop forholdet mellom
menneskene og deres fysiske omgivelser, eller deres
steder, som jeg foretrekker á si. bls. 13
Vandamál okkar (arkitekta) er samskipti fólks og þess
ramma (umhverfis) sem fólkiö lifir og hrærist í (þ.e.
húsin, götur, opin svæði o.s.frv.). Þennan ramma
(fysiske omgivelser) vel ég að kalla staö.
Man kunne med litt andre ord si at várt mál som
arkitekter er á hjelpe mennesker og steder tii á bli
venner. Jeg bruker med hensikt »vennskapet« som
bilde, for á antyde at avhengighetsforholdet ikke
bare er av fysisk art. Det at et menneske er venner
med et sted, kaller vi á bo. Bofunskjonen er derfor
grunnleggende for arkitekturen. bls. 13
Markmið okkar sem arkitektar er að stuðla að bættri
vináttu fólks og staöa. Orðið vinátta nota ég sem
myndrænt tákn til að gefa í skyn að þessi tengsl
eiga ekki eingöngu við rammann (umhverfið). Það
aö manneskja er vinur síns staöar kalla ég að
búa. Búsetan er þess vegna einn af hornsteinum
arkitektúrs.
I gróðrarstöðinni væri komið fyrir safnhaug
og bömum væri kennt í skólanum og þau
vanin á, að flokka allt sem hent er og skila
lífrænu efni í safnhaug þar sem það getur
breyst í mold. Það er ákaflega óæskilegt
fyrirkomulag sem nú ríkir, þar sem böm
fá mat í skólanum tilbúinn á plastbökkum,
útbúinn af ósýnilegum konum. Þau henda
umbúðunum, sem oft eru að magni til meiri
en innihaldið og það hverfur. Mikilvægasta
nám hvers einstaklings er að læra að hugsa
um sjálfan sig, vera sjálfum sér nægur,
bæði hvað varðar nauðþurftir, þjónustu og
afþreyingu. I skólum eiga bömin því að
skiptast á um að elda ofan í sig og skólafélaga
sína, læra að umgangast mat og fara vel
með mat. Sama gildir um önnur verðmæti.
Þau eiga sjálf að þrífa skólann sinn, ekki að
venjast því að ganga frá skítugum gólfum á
kvöldin og koma að þeim hreinum að morgni
vegna þess að ósýnileg kona þvoði þau um
nóttina og þau þurfa að læra að þvo fötin sín
sjálf og gera við þau.
Yngstu grunnskólabömin myndu byrja á að
kynnast sínu nánasta umhverfi, fengju t.d.
hvert sinn smáblettinn á skólalóðinni til að
fylgjast með og halda hreinum. Þau athuguðu
hvenær væri á honum snjór, hvenær yxu
þar fyrstu stráin á vorin o.s.frv. Þau geta
líka auðveldlega sáð fræjum og tekið þátt
í ýmsu öðm gagnlegu. Eftir því sem þau
eltust fylgdust þau með stærra svæði og að
lokum væri allt þorpið í umsjón þeirra og
leiðbeinenda þeirra. Þau fengju að taka þátt