Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 233 verður fjallað um þessi atriði í áframhaldi ritgerðarinnar). 5. Stefnt verði að því að menningar- og fagurfrœðileg gildi verði hafin til vegs og virðingar í umhverfishönnun. Lœknisfrœðileg rök: Betra andlegt ástand íbúanna. Virðing fyrir menningargildum er staðfesting á virðingu samfélagsins fyrir því sem manneskjan gerir vel þetta leiðir til þess að einstaklinga bera líka meiri virðingu fyrir mannlegum gildum sjálfra sín og meðbræðra sinna. Aðgerðir: Fagurfræðileg sjónarmið fái aukið gildi. (Hraðbrautir í borgum - t.d. Kringlumýrarbraut - eru ljótar.) Strandlengju og fallegum höfðum og hæðum þarf að ná undir falleg hús og ibúðarbyggð (sjá dæmi síðar). Vemda þarf fallega og söguríka byggð og náttúmvætti, og laga þetta vel að aðliggjandi byggð. Að tengja saman orsök og afleiðingu er heilsufarsþætti varðar A undanfömum áratugum hefur læknisfræðinni fleygt fram við að útskýra hvemig ýmsir efnislægir umhverfisþættir - eins og t.d. tóbaksreykur, hávaði og efnamengun - hafa áhrif á heilsufar fólks. Vegna þess að áhrif þessara tegunda áhrifa tengjast fyrst og fremst starfrænum (fúnksjónölum) þætti bygginga og borga hafa þessir þættir lagst á sveif með hinum vélræna fúnksjónalisma, sem hefur verið mjög ráðandi í umhverfismótun á þessari öld. Jákvætt er það þó við framlag læknavísindanna, að þau hafa styrkt velferð manneskjunnar í borginni, þótt - enn sem komið er - sé það fyrst og fremst hin líkamlega velferð sem læknisfræðinni hefur tekist að styðja og styrkja. Hin andlegu gildi hafa átt mjög í vök að verjast í okkar tæknisinnuðu þjóðfélögum þar sem krafist er harðra sannana og talna við að tengja saman orsök og afleiðingu, svo að rökin og séu talin gild. Margir telja að þessi »pósitívismi« hafi gengið alltof langt og heimspekingar eins og Paul Feyerabend hafa fært að því sterk rök að því sum mannleg gildi verði aldrei túlkanleg með tölum (7). Það neyðarástand hraða og andlegs álags sem ríkir í íslensku þjóðfélagi í dag, kallar á átak til að greina vandann og leita síðan eftir tengingum þessa vanda bæði við gerð félagslegs og byggðs umhverfis okkar. Hér virðist mér t.d. að geðlæknar, sálfræðingar, félagsfræðingar og hönnuðir, þurfi að koma saman til samstarfs. A undanfömum ámm hefur skilningur aukist mjög á því að andleg heilbrigði sé mjög í orsakatengslum við það hvemig umhverfi fólki er búið. Þannig er t.d. eitthvert framsæknasta starf í hönnunarfræðum í Bandaríkjunum, starf stofnunar próf. C. Alexanders - að miklu leyti kostað af National Institute for Mental Health (8). Ýmsar fræðigreinar, eins og t.d. vinnuvistfræðin (ergónomía), hafa nú komist af því fmmstigi sínu sem tengist starfrænum þáttum (human factors engineering) og er farin að fjalla meira um andlega vellíðan fólks á vinnustaðnum. Samvinnan við tölvuna hefur leitt til þess að nú er það andlegt álag í vinnuaðstöðunni - en ekki gerð stóla og tækja, eins og áður var,- sem verkar mest lýjandi á manneskjuna. Þetta hefur leitt til merkra fræðilegra framlaga á þessu sviði (9) - framlaga og þekkingar sem getur leitt til næmari hönnunar á öllu okkar umhverfi - ekki aðeins vinnuumhverfi. Þýskur fræðimaður á sviði arkitektúrs, R. Weber, hefur t.d. hagnýtt sér nýjar upplýsingar um sálfræði skynjunar (psychology of perception) m.a. til að útskýra hvaða sjónarvinklar og stærðir eru þægilegastar fyrir augað í borgum (10) (sjá mynd 3). Framfarimar á þessum sviðum byrja þó oftast í þeim smáu mælikvörðum sem næstir okkur eru. Þannig er það eðlilegt að núna fyrst í stað séu það innanhússarkitektamir sem hafa gerst talsmenn mannlegu gildanna. Eftirfarandi útdráttur úr tímaritsgrein reynir til dæmis að sýna, með dæmi sjúklinga, hve nærfæmisleg hönnun getur verið mikilvæg fyrir andlega líðan (10): »... dæmi sjúklinga er mikilvægt, því þeir, meira en flest okkar, þurfa sálfræðilegan stuðning frá umhverfi sínu; sjúkrastofa ófegraðs fúnksjónalisma getur verið jafn hættuleg og skurðstofa skreytt kálhöfðum.« Hinar andlegu þarfir ná þó ekki aðeins til fegurðar eða lágmarks áreitis, heldur líka til annarra þarfa sem erfiðara er að skilgreina. - I háskólum er fólk oft undir það miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.