Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ
263
- stuðla að því aö við (íslendingar) getum séð okkur
sjálf fyrir nauðsynjum s.s. aukinn iðnaður
- byggja í samræmi við umhverfi - í þéttbýli sem og
dreifbýli
- efla umhverfisfræðslu - í skólum, dagheimilum og
víðar
- hugarfarsbreyting - umgangast alla hluti með
viröingu og umhyggju - náttúru og það sem gott
er af manna höndum
- stuöla að varöveislu gamalla mannvirkja og
annarra menningan/erðmæta - efla tengsl okkar
við fortíð okkar og sögu
- byggja/innrétta félags- og menningarmiðstöðvar í
nýjum og gömlum hverfum
- efla list og menningarstarfsemi
- hvetja fólk til að skapa sjálft
- læra aö lifa með landinu en ekki á móti því
og landshluta. Lögð er sérstök áhersla á, að
innan þorpa sé fyrst og fremst gengið eða
hjólað. Til að mæta þörf þeirra sem hvorugt
geta eða til flutninga o.fl. slíks, er eftirfarandi
hugmynd sett fram: Sporbraut verði lögð að
hverju húsi. Eftir henni renni tölvustýrðir
vagnar. Þeir sem á vagni þurfa að halda kalli
á hann með heimilistölvunni, stimpli inn hvert
vagninn eigi að koma og hvert að fara. Ur
þeim upplýsingum vinnur síðan þorpstölvan
og sendir vagna þangað sem þeirra er þörf og
reynir um leið að samnýta þá, t.d. ef margir
úr Fossvogsþorpi ætla í Þjóðleikhúsið sama
kvöldið.
Uppeldi og umhverfisfræðsla
Hugarfarsbreyting er forsenda þess, að það
skipulag sem hér er stungið upp á, geti
orðið að veruleika. Sú hugarfarsbreyting
þarf að ná til allra. í marga áratugi
hafa vísindamenn varað við því, að leið
hervæðingar, auðlindaausturs og mengunar
liggi til tortímingar mannkyns. Stjómvöld
hafa sjaldnast hlustað. Margir fæmstu
umhverfisfræðingar og náttúruvísindamenn
Bandaríkjanna unnu mikla skýrslu um
þetta efni fyrir forseta landsins, »Global
2000«. Skýrslan var ekki tilbúin fyrr en
nýr forseti var tekinn við völdum. Honum
og hans ráðgjöfum líkaði ekki sú hugmynd
að snúa inn á aðra braut hvað varðaði
auðlindastjómun. Skýrslunni var stungið
undir stól, en höfundar fengu hana gefna
út í Evrópu. Stjómmálamenn hafa sumir
hverjir þekkingu á umhveríismálum, en
það er heldur ekki nóg. Upplýsingar, sem
hér koma fram um orkueyðslu og mengun
og afleiðingar hennar, em að miklu leyti
unnar upp úr bókinni »OUR COMMON
FUTURE«. Sú bók var gefin út af nefnd
á vegum Sameinuðu þjóðanna, »The
World Commission on Environment and