Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 231 þess besta úr þessum tveimur heimum. Þetta lítur svo sem ágætlega út á skýringarmynd eins og sést á eftirfarandi teikningu eins garðborgafræðimannsins Ebenezer Howards (5) (mynd 1). Raunveruleikinn verður þó annar en til var ætlast; svona borg hefur hvorki kosti þéttbýlis né strálbýlis. Um 1930 til 1940 fékk »garðborgahug- myndin« endumýjun í fræðum Le Corbusiers. Nú skyldi vöntuninni á þéttingu mætt með byggingu hárra blokkalengja. Þetta féll ágætlega að »berklaskipulaginu« skandinavíska og nú var tekið að byggja svona lengjur í röðum hér í Reykjavík. Með hverfi af þessari gerð hefur hvað verst tekst til í Breiðholti III; þar sem raðir átta hæða blokka, sem hafa alla ókosti svona mikillar þéttingar, en nærri enga kosti borgarlífs þéttbýlla borgarkjama, vegna stórra menningarlítilla opinna svæða í byggðinni, og vegna þess að aðgreining atvinnu og þjónustu fór svo langt í skipulaginu að eftir standa fbúðarsíló í sáralitlum tengslum við umhverfi sitt. (Sjá mynd 2). Mynd 2. KAFLI II: UM SKIPULAGSLÖGGJÖFINA ÍSLENSKU OG HVERNIG SKAPA MÁ HENNI NÝJAN FRÆÐILEGAN GRUNDVÖLL Um skilning og skilningsleysi á hlutverki skipulags Hlutverk skipulagslaga er að tryggja, að sem réttast sé staðið að skipulagi. Þetta felur meðal annars í sér, að í skipulagi komi öll sú fagþekking inn sem skiptir máli í mótun mannlegs umhverfis. Auk þessa em svo hin ýmsu ákvæði laganna og skipulagsreglugerðarinnar, sá farvegur sem mótunarstarfið beinist eftir. Gallar í þessari »verkforsögn« geta því orðið mjög afdrifaríkir fyrir allt skipulagsstarf í landinu. Það mun vera útbreiddur misskilningur að skipulag feli það í sér að setjast niður með blýant og fara að teikna. Þetta er þó alrangt, því skipulag er fyrst og fremst fræðileg vinna. Ekki er óalgengt að slík vinna við aðalskipulag, taki mörg ár en að teiknivinnan - sem kemur mest í lokin - taki aðeins tvo til þrjá daga. Jafnvel deiliskipulag er líka að mestum hluta fræðileg vinna. Misskilninginn á orðinu skipulag má að nokkm leyti rekja til nafnsins á riti Guðmundar Hannessonar: »Um skipulag bæja«, því að í raun réttri telst meira en helmingur efnis bókarinnar til umfjöllunar um arkitektúr; húsagerð. Þessi galli að skipulagsumræðan hér á landi hefur tíðum fest í arkitektónískum útfærsluatriðum, hefur leitt til þess að sú stærri hugsun, sem skipulagi er ætlað að gera skil, hefur fengið miklu minni og ómarkvissari umræðu en skyldi. Þessara ágalla sér skýran stað í skipulagslögunum íslensku - t.d. er næsta lítið gert að móta því fræðilega starfi sem er hvað afdrifaríkast í skipulagsstarfinu. Skorturinn á skilningi á því að í fræðilegu vinnunni em afdrifaríkustu ákvarðanimar teknar, kemur m.a. fram í því að kynningu skipulags er fyrst og fremst ætlað að fara fram þegar uppteiknuð tillaga liggur fyrir. Þetta er orðað svo í Skipulagsreglugerðinni (6); »Áður en sveitarstjóm tekur endanlega afstöðu til aðalskipulagsins skal efnt til almennra borgarafunda...« (bls. 10).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.