Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
239
mjög vinsælar í New York. - En hér þarf
að sjálfsögðu enn að breyta íslenskum
reglugerðum sem halda öllu í stirðnuðum
greipum.
Annað sem í raun gerir breytingar auðveldari
en margur hyggur er að flest iðnaðarfyrirtæki
hafa furðu stuttan líftíma á okkar dögum
vegna örra tæknibreytinga. Sé þetta athugað
sést að það er auðvelt að búa til hægfara
breytingaáætlanir fyrir fögur svæði í
borgarlandinu sem fólk heldur að séu glötuð
að eilífu undir óþrifalega og ljóta starfsemi.
Svæðin sem ég tel að gera ætti svona áætlanir
er t.d. suðvestanverður Artúnshöfðinn. Þetta
er einhver glæsilegasti höfði í borgarlandinu
- við voga og árósa - en núna er þar einhver
óhrjálegasta starfsemi sem hægt er að hugsa
sér; malbikunar- og steypustöðvar.
Annað sem hefði þurft að huga að fyrir
nokkrum árum - en verður að bíða eftir næsta
endumýjunartíma eftir 30 til 40 ár, er að
sprengja þró fyrir hitaveitugeymana ofan á
Oskjuhlíð og Grafarholt tyrfa yfir og byggja
þar svo glæsilegar byggingar.
Okkar huglæga (síbjetíva) væntumþykja á
heita vatninu, blindar okkur fyrir því hve þetta
em ljót mannvirki; líta nákvæmlega út eins og
olíutankar. (Sjá mynd 10).
3. Fúnksjónalisma sé mœtt með áherslu á
listrœn og mannleg gildi
Hin vélræna heimsmynd hefur gert flest
svið mannlífsins að tæknigreinum þar sem
listræn og mannleg gildi hafa orðið næsta lítið
svigrúm.
Ráðamenn eru þó oft með faguryrði á vör,
en þegar á reynir sviptist æði oft ofan af
blekkingaleiknum. Nýlegt dæmi um þetta er
að lögboðið framlag til Listskreytingasjóðs
var skorið niður um 14 milljónir - úr 19
milljónum í 5 (!).
Á teikningum Borgarspítalans er lengi búið að
flagga með setuherbergi sjúklinga - en hvað
haldið þið að hafi gerst? - Þau voru tekin
undir annað - og nú mega sjúklingar í nýjum
spítala enn rangla um gangana.
Það er hressandi að lesa skrif Guðmundar
Hannessonar og Guðjóns Samúelssonar, frá
öndverðri öldinni - skrif sem lýsa tilfinningu
fyrir fólki og fegurð. - Það er þó ennþá meira
hressandi að þeir fylgdu þessu eftir í starfi
sínu í Skipulagsnefnd ríkisins (og um leið
Reykjavíkur).
Merkileg hús voru sett á glæsilega staði
(en ekki mokað upp að þeim eins og
kartöflugeymslum eins og Tónlistarhúsið)
- og skipulögð glæsileg borgartorg og
hafin bygging glæsibygginga við þau (sbr.
Skólavörðutorg).
Þessu uppbyggingastarfi við torgin var
víðast hætt í miðjum klíðum og opinberum
byggingum dreift eins og hráviði um alla
borg. Þetta gerir að verkum að Reykjavík
á ekki menningarkjama (culture district)
þar sem veitinga- og menningarstaðir eiga
skemmtilegt samlífi. - Það er þó huggun
Mynd 10.