Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 265 þjóölegu menningu vora ofurliði eöa ekki. Vjer þurfum aö sjálfsögöu að taka upp alt þaö sem gott er og til bóta horfir í erlendu menningunni, en varöveita jafnframt mál vort og alt þaö sem er í vorri fornu menningu. Til þess að geta gert þetta þurfum vjer bæöi sjálfstæða þjóðlega bæi og sveitaalþýðuna aö baki þeim.ÖII erlenda menningaraldan skellur fyrst og fremst á bæjunum, og þeir verða aö geta tekið mannlega á móti henni, ef vel á aö fara. Þaö er aö miklu leyti undir mótstööuafli þeirra komiö, hvort hún brýtur landið, brýtur niður mál vort og þjóöerni, eöa frjóvgar þaö og auðgar. Bæjarbúarnir þurfa aö vera þess megnugir, aö greina gulliö frá soranum, kosti erlendu menningarinnar frá verstu göllunum eftir því sem auðið er. Aö þessu leyti eru þeir, eöa öllu heldur ættu aö verða, forveröir þjóöernis vors og menningar. Ber því hjer aö sama brunni og áöur, aö þaö er brýn þjóðarnauðsyn aö bæirnir þrífist og menning þeirra blómgist, veröi sem auðugust og heilbrigöust. G.H. bls. 8 Útlit bæjarins hefur rík áhrif á hvern sem þar býr og elst þar upp. í Ijótu, óþrifalegu þorpi elst venjulega upp illa mentuö, smekklítil og hiröulaus kynslóö, sem festir enga ást á því, stendur á sama um þaö, og hefur þaðan fáar þægilegar endurminningar. Fagra, einkennilega bæinn elska þeir, sem þar eru aldir upp, og fara þaöan ekki aö nauðsynjalausu. Hann er þeirra fagra, ógleymanlega fæðingarsveit, sem þeir hafa hug á aö hlynna aö alla ævi, hefur sama töfravaldiö yfir hugum þeirra og tilfinningum eins og fagrar sveitir hafa allajafna yfir börnum sínum. Og slík föðurlandást er góö og holl; ef til vill notadrýgri í daglegu lífi, en einhverjir óljósir draumar um alt landiö í heild sinni. Starf flestra veröur hvort sem er bundiö viö blettinn, sem þeir lífa á, og heill alls landsins er aö mestu undir því komin, aö hver staður fyrir sig þrífist og blómgist. G.H. bls. 135-136. Guömundur Hannesson, 1916. Skipulag bæja. Prentsmiöjan Gutenberg. Þeir sem stunda frumatvinnuvegi, fæðuöflun, eiga allt sitt undir landi, hafi og náttúruöflum. Fyrir daga verkaskiptingar var umhverfisþekking lífsnauðsyn hverjum manni, a.m.k. hverri fjölskyldu. Með aukinni verkaskiptingu og miklum vexti grárra borga verður það sífellt stærri og stærri hópur fólks sem skynjar ekki að undirstaða tilveru þess hvílir á grænu landi, bláu hafi, og tæru lofti. Það er til þess að auka þann lífsskilning, að í þessari tillögu er lögð rík áhersla á að færa fæðuframleiðslu inn í borgir. Ljóst er, að fullorðið fólk verður ekki neytt til þess að krjúpa á kné og breyta malbiki í mjúka jörð. Hér er því lögð áhersla á, að strax verði hafist handa við að ala upp nýja kynslóð sem öll hefur skilning á umhverfi sínu. Og þó svo að sú kynslóð skipti með sér verkum á svipaðan hátt og nú er gert, þegar hún verður vaxin úr grasi, þá hafi hver einstaklingur öðlast lífsskilning í bemsku sem ekki verður frá honum tekinn. Lögð er áhersla á, að grunnurinn að allri umhverfisfræðslu sé að þekkja náttúrulegt umhverfi sitt. Náttúrulegt umhverfi hvers lands, landslag, veður, vindar, land og mold, mótar menningu þeirrar þjóðar sem í landinu býr. Hin þjóðlega íslenska húsagerðarlist, torfbæimir og bárujámshúsin, endurspegla þau byggingarefni sem náttúran hafði upp á að bjóða og sýna hvaða form og efni af því sem tiltækt var, gefur besta vöm gegn regni, vindum og kulda. Getum við notið Kjarvals eða Kiljans ef við þekkjum ekki íslenska náttúru, eða karlakóramir, em þeir að herma eftir drynjandi fossum? Ef ung böm hafa eins konar eðlislægan áhuga á náttúmnni, þá verður sá áhugi að fá að þroskast. Þau hafa gaman af þykjustuleik. Hvemig fyndist ykkur að vera lítil mús, eða blóm? Hvar vilduð þið þá helst vera, þegar vindurinn blæs og kalt er úti? Böm þurfa að þjálfast í að nota öll skynfærin, það þurfa dýrin að gera til að finna sér eitthvað að éta. Hvemig lykt finnum við þegar við liggjum einhvers staðar í lynginu, hvað heyrum við og hvað sjáum við? Litlum bömum þykir líka oft gaman að vera úti í því veðri sem við fullorðna fólkið köllum vont. Þann eiginleika má heldur ekki »þroska« frá þeim. íslendingar verða að læra að lifa á íslandi. Að þekkja veðrið og kunna að lifa við rysjótt veðurfar, klæða af sér kulda og regn, og ganga á móti vindi og bara blása í mót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.