Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 10
232 LÆKNABLAÐIÐ Þegar hér er komið við sögu í skipulagsstarfinu er fyrir löngu búið að negla niður aðalatriðin, og litlu hægt að breyta vegna þess að tímaröðun framkvæmda þrýstir á. Athugasemdir er því oftast aðeins hægt að gera við útfærsluatriði, sem koma skipulagsatriðum lítið sem ekkert við. En hvemig er þá hægt að bæta úr þessu vandræðaástandi? Tillögur mínar um þetta eru margþættar: í fyrsta lagi þarf að koma af stað akademísku starfi í landinu, til þess að við gleypum ekki erlendar skipulagshugmyndir hráar - og til að skoða á skipulegan hátt, hvað í raun felst í þeim skipulagshugmyndum sem við vinnum nú eftir nærri umhugsunarlaust. Dæmi um svona kryfjandi starf er gagnrýni mín á garðborgahugmyndinni og svo frekari gagnrýni sem kemur hér síðar í kaflanum. En hvaða aðstæðum er svona fræðilegu starfi búnar hér á íslandi? - Samkvæmt lögum heyra rannsóknir í skipulagi og arkitektúr undir Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. í þeirri deild stofnunarinnar starfa 0 (núll) starfsmenn. - Við Háskóla Islands er ástandið þannig, að engin deild er í þessum fræðum - og deildir sem málið varðar að einhverju leyti - svo sem læknadeild og félagsfræðideild - virðast sinna þessu lítið. Örlítið starf fer fram í landafræði- og byggingaverkfræðideildunum. Ástandið með Vísindasjóð og sjóð Rannsóknarráðs er heldur ekki björgulegt: Vegna deildaskiptingar Vísindasjóðs falla blandaðar greinar eins og skipulag, mjög milli laga og hefur skipulagsmönnum og arkitektum reynst næsta þýðingarlítið að senda þar inn umsóknir. Vegna nýrrar reglugerðar Rannsóknarráðs um áherslu á »praktísk« viðfangsefni - sem umhverfishönnun telst ekki falla undir - er orðið næsta vonlítið að sækja þangað um styrki. - Frá ráðuneytum hefur ekki orðið vart mikils áhuga eða aðstoðar - og ekki hefur komið mikið fram frá Skipulagi ríkisins, a.m.k. ekki af rituðu máli. Dœmi um frœöilega vinnu sem vinna þarf Auk þeirra ábendinga sem koma fram í þessum tveimur fyrstu köflum ritgerðar minnar, vil ég hér benda á fræðileg verkefni sem ekki væri óeðlilegt að heilbrigðisstéttimar ynnu að eða þrýstu á, að unnin yrðu. Ekki er ólíklegt að þessi ritgerðasamkeppni safni í sjóð fjölda slíkra hugmynda og væri mjög jákvætt ef læknafélögin, að samkeppninni lokinni, settu saman »manifestó« eða áskorun að þessu lútandi. Þó ég sé leikmaður í heilsufræðum virðist mér að út frá heilsufari séu eftirfarandi tölusett markmið mikilvæg í skipulagsstarfi framtíðarinnar. - Og eftir að ég hef nefnt markmiðin nefni ég nokkrar þær aðgerðir í skipulagi og hönnun sem hægt er að stefna að til að ná markmiðunum. 1. Aukin líkamshreyfing fólks (og útivist). - Lœknisfrœðileg rök (2): Dregur úr stressi, hrömun og »agressiviteti«. Aðgerðir: Uppbygging göngu-, hjólreiða- og reiðstígakerfis í þéttbýli og utan þess. Lagning trimmbrauta. Leik-, æfinga- og íþróttaaðstaða á opnum svæðum. 2. Minnkun mengunar af tóbaksreyk. - Lœknisfrœðileg rök (2): Minni tíðni krabbameins, öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Aðgerðir: Skipting húsnæðis þar sem almenningur kemur saman í reyk og reyklaus svæðis. Bæting loftræstingar. 3. Minnkun loft-, hávaða- og sjónmengunar af óþrifalegri starfsemi. Fjölþœtt lœknisfrœðileg rök. Aðgerðir: Hraðbrautir séu ekki lagðar í gegnur bæi utan við þá (t.d. ofan höfuðborgarsvæðisins og á brúm á milli nesja á svæðinu). Flugvellir séu ekki inni í borgum. (Stefnt verði að flutningi Reykjavíkurflugvallar í framtíðinni. Mengandi og hættuleg iðjuver séu í verulegri fjarlægð frá þéttbýli. (Stefnt verði t.d. að flutningi Áburðarverksmiðjunnar og Álverið í Straumsvík verði ekki stækkað). Aðalvindátt stefni ekki frá iðjuverum yfir byggð. (Þessa var ekki gætt nógu vel í hvomgu fyrmefnda dæminu). 4. Stefnt verði að auknum tengslum í borgum. Lœknisfræðileg rök: Skortur á félagslegum tengslum og að fólk er sett um of í hólf, leiðir til firringar, skorts í félagslegum stuðningskerfum og gerir því fólki erfiðara fyrir að eiga við félagsleg og andleg vandamál sín. Aðgerðir: Skipulag sé þannig að félagslegar einingar myndist. Stefnt að nokkurri blöndun byggðar og svæðamót þannig hönnuð að þau skilji ekki svæði að, heldur tengi þau svæði saman. (Allmikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.