Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 22
242
LÆKNABLAÐIÐ
Magnús Skúlason 1988. Skaösemi velmegunar. Hugleiöing um stööu
mannsins í tæknivæddri veröld. Morgunblaöiö 16. febrúar.
Meö manninum takast á frumstæöar eölishvatir
og andlegar þarfir. Hann er í senn einstaklingur
og félagsvera. Hann einkennist af útrásarþörf og
sköpunarþörf, þörf á starfi og þörf á kærleika. í
óhæfilegri félagslegri og andlegri einangrun og án
fullnægjandi viðfangsefna eöa útrásar fyrir orku sína
er maðurinn illa staddur. Þó aö einstaklingurinn sé
ef til vill meö réttu lofsunginn sem einhvers konar
tilvistarleg grunnforsenda eöa brennidepill vitundar
um veruleikann, þá er þessi »lifandi brennidepill« eöa
neisti skærastur í snertiflötum mannlegra samskipta,
tjáskipta og tengsla í óteljandi tilbrigöum.
Margt bendirtil þess að velferðarstreita nútímamanna
og þaö sem henni fylgir, tilfinningalegt los, einsemd
og skortur á lífsfyllingu, ýti undir geötruflanir og
afbrigðilegar aölögunartruflanir eins og fram hefur
komið. Nútíma tæknivæöing viröist ala á kvíöa
sem leiöirtil sjúklegra hegöunarfrávika. Ilivígt
þægindakapphlaup og meðfylgjandi siöræn tómhyggja
og sinnuleysi ógna andlegri velferö, innra jafnvægi og
heilsufari.
Surrogate monkey mothers. Given a choice of two
surrogate mothers - a wire structure equipped with a
milk bottle, orthe same structure covered with cloth
and with a milk bottle - infant monkeys unhesitatingly
choose the latter. Humans and other primates have
genetically determined needs for social interaction and
for physical affection and warmth. Courtesy, Harry F.
Harlow, University of Wisconsin Primate Laboratory.
Apinn fær aö velja á milli tveggja gerfimæðra. Báöar
eru geröar úr víravirki meö mjólk í pela, en önnur
er hulin mjúku klæði. Apinn velur hiklaust þá mjúku.
Maðurinn og aörir mannapar hafa meöfædda þörf fyrir
félagslegt samneyti, líkamlega og andlega hlýju.
Sagan, C. 1981. Cosmos. Book Club Associates. London.