Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 273 í mótun umhverfis, settu upp leiktæki og listaverk, máluðu hús og muni, gróðursettu skrautjurtir, tré og matjurtir bæði á opnum svæðum, sem væru sameign þorpsbúa, og heima við hús þar sem einstaklingar þyrftu aðstoðar við. Allir þorpsbúar ynnu með bömunum og unglingunum að svo miklu leyti sem þeir vildu, en unga fólkið væri þungamiðjan í þessu starfi og ekki færi milli mála að starf þeirra væri mikilvægt. ÍSLAND Aðstæður á íslandi em á margan hátt aðrar en í öðmm vestrænum löndum. Hin jarðnesku, hlöðnu borgarvirki hafa aldrei verið til á íslandi. Hinir ósýnilegu múrar á milli dreifbýlis og þéttbýlis, sem valda aðskilnaði í verkmenningu og hefðum, em nýtilkomnir. Sú verkaskipting, sem varð til á frjósama hálfmánanum fyrir 10 000 ámm, varð eiginlega ekki að raunveruleika á Islandi fyrr en á þessari öld. Lífsbaráttan á Islandi hefur alltaf verið svo hörð, að allir hafa þurft að keppast við að yrkja jörð og draga afla úr sjó til að hafa í sig og á. Þótt höfðingjar fyrrum og embættismenn á síðustu öldum, prestar, sýslumenn og læknar, hafi án efa átt betra líf en sauðsvartur almúginn, þá voru þessir menn venjulega líka bændur, og gengu til verka samkvæmt því. Kaupmenn komust einna helst hjá því að afla eigin lífsbjargar, en þeir vom lengst af erlendir menn. Forsenda breyttra aðstæðna á íslandi vom þilskipin, en þau komu ekki til sögunnar fyrr en seint á síðustu öld. Þá fyrst var hægt að lifa á sjómennskunni einni saman og þá fyrst fór Reykjavík að stækka sem og önnur íslensk þorp. í síðari heimsstyrjöldinni varð önnur tæknibylting á Islandi, þegar farið var að flytja hingað jeppa og skurðgröfur í stómm stfl. Þá hófst tæknivæðing íslensks landbúnaðar, sem leiddi til vemlegrar fækkunar fólks í dreifbýli og stækkunar þéttbýlis. Það er því í raun mjög stutt síðan landbúnaður var stundaður í Reykjavík og reyndar má segja að hann sé enn ekki alveg horfinn. Hér er líka hefð fyrir því, að unglingar vinni hluta úr árinu, finni að þeir séu gildandi í þjóðfélaginu, sem er þeim mjög nauðsynlegt. Reykjavík er tiltölulega dreifð og henni skipt niður í nokkuð afmörkuð hverfi. Víða em opin svæði sem stækkuðu vemlega ef malbikið minnkaði. Borgin ber þess nokkur merki, að þróun hefur gengið hratt fyrir sig, hinir nýríku Islendingar hafa komið sér upp stærri og betri húsakosti en flestir aðrir, umhverfið hefur þó víða setið á hakanum. Flest byggingarefni flytjum við til landsins, timbur, jám og fleira, en steypan sem nú er aðalbyggingarefnið er unnin hérlendis. Við eigum mikla orku og hreina í jarðhitanum og getum séð okkur fyrir rafmagni með vatnsorku og kannski vindorku, innlendri, endumýjanlegri orku. Islendingar gera miklar kröfur til lífsþæginda og einstaklingshyggjan virðist blómstra. En þeir hafa líka oft sýnt, að þeir hafa sterka samkennd og geta verið samtaka í að lyfta Grettistökum þegar þörf krefur. Ef þeir skynja hættuna á að efnisleg og andleg mengun færi í kaf allt það sem í raun skiptir mestu máli í lífinu, taka þeir sig þá ekki til og gera eins og íbúar Jeríkóborgar forðum: Lifa sjálfir tiltölulega einföldu lífi og sameinast um að verja græna vin heilbrigði og lífshamingju? Við höfum allar forsendur til að láta drauminn rætast, að varðveita land okkar, líf og menningu, leggja okkar lóð á vogarskálina til að gera heiminn betri en hann er. EIGUM VIÐ AÐ REYNA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.