Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 50
264
LÆKNABLAÐIÐ
Náttúruverkur, blaö Félags verkfraeöinema og Félags
náttúrufræöinema viö Háskóla íslands.
Development« og formaður þeirrar nefndar og
þá um leið ritstjóri bókarinnar var Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Noregs. Þrátt
fyrir upplýsingar bókarinnar og tillögur, þá
hafa engar fréttir borist um breytta stjómun
á olíuauðlindum Noregs. Vísindamenn
geta greinilega ekki breytt heiminum og
stjómmálamenn ekki heldur, hverjir geta það
þá? Enginn, nema þjóðin sjálf, hinn viti bomi
maður. Hann gerir það hins vegar ekki nema
hann finni til þess þörfina, menntist og sjái og
skilji mikilvægi þess umhverfis sem hann er
hluti af og hefur mótað líf hans og menningu.
Vísindamennimir þurfa að halda áfram að
reyna að sjá fyrir breytingar og leita leiða til
að bregðast við þeim, stjómmálamennimir
þurfa að veita vísindamönnunum aðstöðu til
þessa og þeir þurfa einnig að þora að taka
ýmsar ákvarðanir til umhverfisbóta, jafnvel
þótt þær séu kostnaðarsamar sé til skamms
tíma litið. Slíkar ákvarðanir taka þeir þó
ekki nema þeir finni að þær séu studdar af
vemlegum fjölda kjósenda og skattgreiðenda.
Allt ber að sama bmnni, fólkið þarf að öðlast
skilning.
Því hefur verið haldið fram, að maðurinn
sé á einhvem hátt aðlagaður náttúmlegu
umhverfi, hafi þörf fyrir það. Athyglisvert
er, hvað komung böm hafa mikinn áhuga á
dýmm. Nokkuð sem framleiðendur leikfanga
og bamabóka hafa fyrir löngu tekið eftir,
sem sjá má á því, að leikföng fyrir lítil böm
em langoftast dýrakyns og sama er að segja
um söguhetjur í bamabókum fyrir lítil böm.
Otalandi böm, sem þekkja varla nöfn systkina
sinna, þekkja og herma eftir bra-bra og mu-
mu o.s.frv. Sambærilegur áhugi verður ekki
fundinn hjá unglingum eða fullorðnu fólki.
Svo virðist, að menning nútímans bæli hann
niður. Þeirri bælingu þarf að létta.
Saman foröuöu sveinn og meyja
síöasta blóminu frá aö deyja.
Thurber, J., þýö. Magnús Ásgeirsson, 1946. Síöasta blómiö, dæmisaga í myndum.'Helgafell, Reykjavík.