Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 6
44 LÆKNABLAÐIÐ Table I. Sex, age and staging of patients (median and range). Females Males Total n age n age n age Dukes classification: A.............................................. 1 60 5 68 (60-75) 6 68 (60-75) B............................................. 8 65(53-81) 12 70(57-85) 20 68(53-85) C.............................................. 3 57 (52-66) 7 61 (57-80) 10 61(52-80) Incurable patients: Local fixation................................... 10 78(30-89) 5 74 (56-79) 15 77(30-89) Distant spread ................................... 3 66(62-82) 9 64 (33-73) 12 65(33-82) 25 66 (30-89) 38 68 (30-85) 63 66 (30-89) og þvílíku við afturskyggnar rannsóknir á sjúkraskrám. Sjúkraskrár eru ekki staðlaðar og færsla þeirra óviss og tilviljanakennd. Við höfum kosið að einskorða rannsókn okkar við dauðsföll, þar sem um afturvirka athugun er að ræða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að ákvarða lífshorfur sjúklinga og tíðni staðbundinnar afturkomu hjá sjúklingum, sem hafa verið skomir upp vegna endaþarmskrabbameins á Borgarspítalanum árin 1975-1987. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúklingum, sem gengust undir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins á skurðdeild Borgarspítalans, frá ársbyrjun 1975 til ársloka 1987. Alls fundust 63 sjúklingar, 25 konur og 38 karlar. Með endaþarmskrabbameini er átt við að æxlin hafi verið staðsett neðan spjaldhöfða (promontorium). Hér er eingöngu fjallað um kirtlakrabbamein. Kyn, aldur og stigun eru sýnd í töflu 1. Við stigun sjúkdómsins var stuðst við flokkun Dukes (4) (Stig A: æxli í gamavegg án meinvarpa í eitlum. Stig B: æxli gegnum gamavegg án meinvarpa í eitlum. Stig C: æxli með meinvörpum í eitlum). Sjúklingar með æxli á stigum A, B og C vom flokkaðir læknanlegir og aðgerðir á þeim læknandi (curative), en sjúklingar með hærri stigun ólæknandi og aðgerðir á þeim líknandi (palliative). Sjúklingar töldust ólæknandi ef þeir höfðu fjarmeinvörp og einnig ef æxlið var fastvaxið í aðlæg líffæri. Staðsetning æxla mælt í cm frá endaþarmsopi hjá læknanlegum sjúklingum voru 13 æxli innan 10 cm og 23 æxli ofan við 10 cm. Hjá Table II. Type of rectal operation according to Dukes classifed and incurahle patients. Low anterior Rectal resection amputation TART1* Biopsy only Dukes classification A 2 1 3 B 8 12 — C 6 4 - Incurable 8 8 11 Total number (63) 242> 25» 34> 11 1) Transanal resection. 2) One patient first operated with TART. 3) Patients without recurrent diease, thence assumed to be stage A. 4) Two patients first operated with low anterior resection. ólæknandi sjúklingum vom tíu æxli (fimm konur og fimm karlar) innan við tíu cm og sautján (átta konur og níu karlar) ofan við 10 cm frá endaþarmsopi. Þessi fjarlægð miðast við mat þess skurðlæknis, sem framkvæmdi aðgerðina. Tegund aðgerðar er sýnd í töflu 11. Bæði val- og bráðaaðgerðir eru teknar saman og ekki reynt að skilja þær að, vegna erfiðleika að flokka aðgerðir afturskyggnt. Dánartala tengd aðgerð (operative mortality) var skilgreind sem dauðsfall innan 30 daga frá aðgerð. Stuðst var við líftöflur að hætti Kaplan- Meyer við ákvörðun á lifun (5). Öll dauðsföll eru tekin með í töflunum, bæði dauðsföll eftir aðgerð og einnig dauðsföll ótengd krabbameini. Miðað er við 1. jan 1989 við gerð taflanna. Staðbundin afturkoma var skráð ef hún var sönnuð meinfræðilega og miðast við sömu dagsetningu. Geislun með cobalt60 tækjum krabbameinsdeildar Landspítalans var gefin í tveimur reitum (aftan og framan). Annars

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.