Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 8

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 8
46 LÆKNABLAÐIÐ Sá fyrri var upphaflega skorinn vegna krabbameins í flokki Dukes C, en það óx á ný. Sá síðari var upphaflega skorinn vegna krabbameins í flokki Dukes A, sem óx á ný sem æxli í flokki Dukes A og virðist sjúklingur læknaður. Staðbundin afturkoma kom ekki fram eftir aðgerð ef um Dukes stig A var að ræða, en tvívegis við Dukes stig B (2/20) en sjö sinnum við Dukes stig C (7/10). UMRÆÐA Ríflega helmingur sjúklinganna (flokkur Dukes A og B 37/63) er þegar við greiningu með sjúkdóm í eitlum eða fastvaxið æxli í grindarbotni og þar af leiðandi með slæmar horfur. Stigun á endaþarmsæxlum er venjulega talin vera Dukes A 10-20%, Dukes B 20- 40%, Dukes C 30-40% og ólæknandi 20-30% (6-10). Stigun okkar sjúklinga er því svipuð annarra. Af 23 æxlum, sem voru innan við 10 cm frá endaþarmsopi, voru einungis 13 læknanleg. Endaþarmskrabbamein valda nær undantekningalaust blæðingu og breytingum á hægðavenjum. Rannsókn sem þessi getur ekki lagt mat á orsakir þess að sjúklingar greinast svo seint (töf sjúklings eða töf læknis). Greiningartöf hjá læknum er á stundum furðuleg, þegar þess er gætt að 37% æxlanna eiga að nást með fingri. Við viljum minna á að röntgenrannsókn á ristli er ekki nægjanleg til að útiloka endaþarmskrabbamein, speglun á endaþarmi er nauðsynleg ef minnsti grunur er um æxli (11). Kembileit að krabbameinum í ristli og endaþarmi er ekki mjög árangursrík en mjög kostnaðarsöm (12,13). Hérlendis hefur verið gerð athugun á þessu á vegum Krabbameinsfélags Islands en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Dánartala eftir læknanlegar endaþarmsaðgerðir er talin á bilinu frá 5-10% (14-16). Okkar dánartala 1.6% eftir aðgerð er því frambærileg og nokkuð hagstæðari en síðustu tölur frá Landspítala (2) (7%), enda var þar fjallað um eldra efni. Lifun eftir aðgerðir er svipuð og við sambærilega stigun annars staðar (myndir 1, 2 og 3) (8,15,17-19). Einn sjúklingur virðist læknaður þrátt fyrir það að hann sé flokkaður ólæknandi (mynd 3). Skýringin á þessu liggur í skilgreiningu okkar á ólæknandi ástandi. Æxli geta verið fastvaxin vegna bólgubreytinga og þurfa ekki endilega að vera það vegna mikils æxlisvaxtar. Tæknileg vandkvæði við skurðaðgerð á endaþarmskrabbameini hafa aðallega verið tvenns konar. I fyrsta lagi að komast tryggilega fyrir æxlið í þrengslum mjaðmagrindarinnar og síðan að tengja þarmaenda saman, oft afar neðarlega. Tenging er nú auðveldari viðfangs eftir tilkomu hefti eða saumavéla (stapling devices), en með þeim má gera öruggar tengingar alveg niður undir endaþarmsop (17-19). Það er eftirtektarvert að fimm sjúklingar í þessari rannsókn með æxli handan 10 cm frá endaþarmsopi (tafla 2) eru skomir með algjöru brottnámi endaþarms (rectal amputation). Með tilkomu hefti- eða saumavéla er þó mögulegt að búa til tæknilega öruggar tengingar með sömu batahorfum fyrir sjúkling alveg niður að endaþarmsopi (20-22), enda fer ábendingum um algjört brottnám endaþarms fækkandi (23). Langalvarlegust er síðan há tíðni á staðbundinni afturkomu eftir aðgerð. Hlutfall staðbundinnar afturkomu er talið vera: Dukes A 5-10%, Dukes B 25-40% og Dukes C 30-70% (24). Okkar niðurstöður falla að þessum tölum. Það eru til niðurstöður frá sérdeildum fyrir endaþarmskrabbamein, þar sem staðbundin afturkoma hefur verið í minna en 10% tilfella eftir skurðaðgerð (25,26), en sérstök áhersla hefur þá verið lögð á svokallaða »mesorectal excision« (27) til þess að ná slíkum árangri. Það er hugsanlegt að þessi árangur sérdeilda sé að hluta vegna vals á sjúklingum, eða að eftirliti eftir aðgerð sé ábótavant, en góður árangur virðist vera háður skurðlækni (21). Geislameðferð fyrir eða eftir aðgerð hefur verið gagnleg til þess að fækka eða seinka staðbundinni afturkomu, en hefur ekki lengt líf sjúklinganna (28,29). Staðbundin afturkoma í grindarholi veldur miklum einkennum. Æxlið eyðir spjaldbeini (sacrum) með tilheyrandi verkjum, gamafistlar geta myndast, blæðing orðið o.s.frv. Reyna ber til hins ýtrasta að fækka staðbundum afturkomum og meðfylgjandi hörmungum. Til að fá vissu um stöðu þessarar meðferðar væri rétt að gera framskyggða rannsókn á áhrifum geislameðferðar (30).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.