Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1992, Page 12

Læknablaðið - 15.02.1992, Page 12
50 LÆKNABLAÐIÐ sérhæft slímmyndandi kirtlakrabbamein, í nærhluta botnlangans, sem var útgengið frá totukirtlaæxli og óx ífarandi út í serosal fitu (Dukes B2). Auk þess sást bráð botnlangabólga. Um það bil þremur vikum síðar var sjúklingur lagður inn á Landspítalann til annarrar aðgerðar þar sem hægri hluti ristils var tekinn. I botnlangastúfi sáust leifar krabbameins. Svæðiseitlar voru án æxlisvaxtar. Sjúklingur var á lífi í árlsok 1990 eða rúmlega þremur árum eftir aðgerð. * 7. Tuttugu og fimm ára gömul kona var innlögð á Landspítalann í ágúst 1989 vegna 10 daga sögu um kviðverki og gruns um botnlangabólgu. Við skoðun var hún með eymsli í hægri neðri hluta kviðar og þreifaðist þar fyrirferð. í aðgerð fannst þaninn botnlangi (mucocele, slímblaðra) sem var tekinn. Gat kom á botnlangann í aðgerð og út vall slímkennt innihald. Við smásjárskoðun kom í ljós miðlungi vel sérhæft slímmyndandi kirtlakrabbamein, í fjærhluta botnlangans, sem óx ífarandi út að serosal fitu (Dukes B2). Þá sáust einnig forstigsbreytingar góðkynja kirtlaæxlis (adenoma) og drep í botnlangaveggnum. Tæplega þremur vikum síðar fór hún í aðra aðgerð þar sem hægri hluti ristils var fjarlægður og var hann og eitlar sem með fylgdu án æxlisvaxtar. Sjúklingur var á lífi í árslok 1990 eða 16 mánuðum eftir aðgerð. * 8. Sextíu ára gömul kona greindist með kirtlakrabbamein í holhandareitlum á Landspítalanum í júní 1989 (Dukes D). Frumæxli fannst ekki þrátt fyrir íturrannsóknir. Hún fékk geislameðferð á eitla í holhönd og á hálsi sem gekk vel í byrjun en síðar kom fram æxlisvöxtur í kviðarholi. I framhaldi af því fékk hún lyfjameðferð. Henni hrakaði smám saman og lést hún 11 mánuðum eftir greiningu. Við krufningu fannst tveggja cm illa sérhæft kirtlakrabbamein með flöguþekjusérhæfingu (adeonosquamous carcinoma) í nærhluta botnlangans. Meinvörp voru í lífhimnu, fleiðru, heila og í eitlum í kviðarholi. UMRÆÐA Krabbamein í botnlanga eru mjög sjaldgæf sem endurspeglast af smæð líffærisins (4). Þar af eru kirtlakrabbamein sjaldgæfust. Hér á landi greindust átta sjúklingar á tímabilinu 1974-1990, fimm karlar og þrjár konur. Aldursdreifing var 25-83 ár, meðalaldur 55.8 ár. Fyrsti sjúklingur hérlendis var skráður í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands árið 1974. Æxli fyrir þann tíma hafa líklega verið skráð með ristilkrabbameinum. Erfitt er að meta raunverulega tíðni krabbameina í botnlanga þar sem þeir eru ekki alltaf sendir til vefjafræðilegrar rannsóknar (5). Pugeda og Hinshaw (6) fundu sjö kirtlakrabbamein í 11.726 botnlöngum (0.06%), Hopkins og samstarfsmenn (7) fundu sjö í 6578 botnlöngum (0.1 %) og Gamble (8) fann 11 í 5521 botnlöngum (0.2%). Collins sem rannsakaði 71.000 botnlanga fann illkynja æxli í 958 (1.35%) og þar af voru kirtlamyndandi krabbamein 57 eða 0.08% (9). Eru þau um tíu sinnum sjaldgæfari en krabbalíkiæxli (carcinoid æxli) í botnlanga (10) eða minna en 1% af illkynja æxlum í meltingarvegi (11). Tíðnin hér á landi er um 0.2 tilfelli /100.000 /ár ef öll tilfellin eru tekin með. í einu tilviki (nr. 4) er greiningin ekki örugg og í öðru (nr. 5) er ekki með öllu hægt að útiloka meinvörp til botnlangans þar sem krufning fór ekki fram. Þetta myndi lækka árlegt nýgengi í 0.14 tilfellí /100.000/ár. Aldurs- og kynjadreifing hér á landi er svipuð því sem aðrir hafa fundið en flestir sjúklingar eru á aldrinum 40-65 ára og er meðalaldur 55- 62 ár (10-16). Hjá Hesketh sem rannsakaði rúmlega 90 sjúklinga með krabbamein í botnlanga var yngsti sjúklingurinn 17 ára en sá elsti 89 ára (13). Kynjamunur er ekki áberandi þó eru þau heldur algengari í karlmönnum (10,12-17). Staðsetning æxla í botnlanga gefur hugmynd um eðli þeirra. Kirtlakrabbamein eru venjulega staðsett í nærhluta hans (allt að 70%) en krabbalíkiæxli í fjærhluta hans (11,13,16,18). í okkar rannsókn var hægt að gera sér grein fyrir staðsetningu sex æxlanna, þrjú voru í nærhluta (proximalt) botnlangans og þrjú í fjærhluta (distalt) hans en tvö var ekki hægt að staðsetja. Osamræmi hefur verið í flokkun æxla af þekjuuppruna í botnlanga þar sem mismunandi nafngiftir hafa verið notaðar yfir sama sjúkdóm. Botnlanginn er fósturfræðilega og vefjafræðilega skyldur ristli og því réttast talið að flokka og stiga æxli á sama hátt í þessum líffærum (19). Samkvæmt skilmerkjum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.