Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 16

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 16
52 LÆKNABLAÐIÐ Krabbamein í botnlanga verður alltaf að hafa í huga í sambandi við kirtlakrabbamein af óþekktum uppruna (5). A þessu 16 ára tímabili greindist ekkert kirtlakrabbamein í botnlanga sem fjarlægður var í leiðinni (en passant) en í erlendum rannsóknum greinast 7- 16% æxlanna þannig (12,13,15). Hvað veldur þessum mismun er ekki ljóst. Þrátt fyrir bætta greiningartækni með ómskoðun og tölvusneiðmyndatöku greinast krabbamein í botnlanga nær aldrei fyrir aðgerð (10,13,14,21-23). Því hefur þó verið lýst (24). Greiningin er því langoftast bundin við vefjafrœðilega rannsókn sem bendir á mikilvœgi þess að senda alla botnlanga sem fjarlœgðir eru til slíkrar rannsóknar og að gera frystiskurð á þeim botnlöngum þar sem grunur er um œxli og spara sjúklingi þannig aðra aðgerð. Eina meðferðin sem kemur að gagni er skurðaðgerð. Sumir álíta að einföld botnlangataka sé nægjanleg ef æxlið er bundið við slímhúðina (10,15,18,23). Líffærafræðilega er botnlanginn þannig gerður að á nokkrum stöðum vantar vöðvalög í vegginn svo að slímubeður (submucosa) er í beinum tengslum við hálubeð (subserosa). Æxlisvöxtur í slímubeðnum getur því í raun þýtt að vöxturinn sé kominn í hálubeðinn (10). Æxlið dreifir sér á sama hátt og krabbamein í ristli þ.e. með ífarandi vexti, sogæðum og blóðleið (22). Sogæðaútbreiðslan er sú sama og fyrir ristilbotn, fjærhluta dausgamar (ileum terminale) og nærhluta risristils (colon ascendens) (3). Þess vegna halda aðrir því fram að einföld botnlangataka sé ófullnægjandi þar sem hún nær ekki til þessara eitlastöðva og af þeim sökum sé ekki hægt að gera sér grein fyrir umfangi sjúkdómsins. Er því mœlt með brottnámi á hœgri hluta ristils strax eða seinna í öllum tilfellum þegar um ífarandi œxlisvöxt er að rœða nema að sjálfsögðu ef meinið er óskurðtœkt (7,8,11,14,22). Þetta á líka við um þau œxli sem eru bundin við slímhúðina (mucosa) þar sem jafnvel þessi œxli geta meinverpst til aðlægra eitla (14). Af þeim fjórum sjúklingum sem hér voru skurðtækir fóm einungis tveir (nr. 6 og 7) í slíka aðgerð. Einn (nr. 1) fór í könnunarholskurð með yefjatöku úr hengiseitlum og hjá einum (nr. 2) var ristilbotn og hluti mjógimis fjarlægður. Hjá tveimur (nr. 2 og 6) fundust leyfar krabbameins í botnlangastúf eftir seinni aðgerð sem ekki hefði fundist ef sjúklingamir hefðu ekki farið í aðra aðgerð. Tveir sjúklinganna í þessari rannsókn (nr. 4 og nr. 8) þáðu lyfjameðferð auk þess sem annar þeirra þáði einnig geislameðferð með litlum árangri, og er það í samræmi við aðrar rannsóknir (11). í sambandi við kirtlakrabbamein í botnlanga hafa tvö hugtök valdið mglingi en það eru hugtökin slímblaðra (mucocele) og skinuslímhlaup (pseudomyxoma peritonei). Slímblaðra er eingöngu lýsandi hugtak (beraugnalýsing) þar sem átt er við slímþaninn botnlanga án þess að getið sé orsakar (19). Algengustu orsakimar eru æxli (góð- og illkynja) eða vefjaauki (hyperplasia) í slímhúð botnlangans (25). Skinuslímhlaup er skilgreint sem slíminnihald í kviðarholi sem í langflestum tilfellum á upptök sín í illkynja kirtlaæxlum í botnlanga eða eggjastokkum (3) en getur líka komið samfara slímmyndandi kirtlakrabbameinum í gallblöðru og briskirtli (4). Þetta hugtak ætti þó ekki að nota nema þegar slímið er útbreitt í kviðarholi (ekki bundið við lítil svæði eins og sést stundum samfara góðkynja æxlum í botnlanga og eggjastokkum) og að í slíminu finnist krabbameinsfrumur af þekjugerð. Getur það með tímanum valdið dauða vegna sýkingar, gamastíflu eða vegna ífarandi vaxtar inn í aðliggjandi líffæri (26). Hjá sjúklingum með skinuslímhlaup getur geislun hægt á vexti æxlisfrumna og skurðaðgerð með hreinsun slíms getur lengt líf þeirra. Bráð lífhimnubólga er þó algeng eftir slíkar aðgerðir (26). Tveir sjúklingar í þessari rannsókna (nr. 3 og 4) voru með skinuslímhlaup og fór annar þeirra í líknaraðgerð þar sem fjarlægður var æxlisvöxtur úr kviðarholi, auk þess sem hann þáði lyfjameðferð. Þessi sjúklingur dó tólf mánuðum eftir greiningu en hinn þremur mánuðum eftir greiningu. Horfur fara eftir tvennu, annars vegar stigun sjúkdómsins, en almennt er notuð Dukes stigun, hins vegar þeirri aðgerð sem beitt er (12,15,16). Hvorki vefjagerð æxlisins né staðsetning þess í botnlanganum virðist hafa áhrif á horfur (11,16). Heildar fimm ára lifun er á bilinu 18.7-46% (11,14,16). í rannsókn Lenriot og Huguier var fimm ára lifun eftir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.