Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1992, Page 19

Læknablaðið - 15.02.1992, Page 19
Áskrifendur Læknablaðsins erlendis íslenskir læknar erlendis verða að greiða áskriftargjald að Læknablaðinu til að fá það sent. Askriftargjald hefur verið óbreytt síðustu árin eða 500 danskar krónur (jafngildi um 5000 ís- lenskra króna). Áskriftargjöld hafa verið inn- heimt frá Danmörk, þar sem Læknablaðið er prentað. Ýmsum hefur þótt umhendis að greiða áskriftargjald til Kaupmannahafnar og hafa kom- ist í all miklar skuldir vegna þess. Það er afskaplega erfitt fyrir okkur að fylgja eftir innheimtu áskriftargjalda og í kjölfar rukk- unarbréfa og áminninga á síðasta ári voru hreins- aðir út skuldseigir áskrifendur sem ekki höfðu sinnt ítrekuðum tilmælum. Margir læknar sem dvelja eriendis hafa um- boðsmann hér heima. Peim væri því í lófa lagið að biðja umboðsmann að greiða áskriftargjald að Læknablaðinu, og senda okkur jafnframt nafn og heimilisfang umboðsmanns. Þá færi innheimta fram héðan og yrði í alla staði einfaldari. Fréttabréf lækna er stöðugt sent til íslenskra lækna sem dvelja erlendis, óháð því hvort við- komandi er áskrifandi að Læknablaðinu eða ekki. Þessu fylgir að sjálfsögðu all nokkur kostnaður, en læknafélögin hafa talið rétt að hafa þennan háttinn á til þess að halda uppi lágmarkstengslum við kollega erlendis. Ritstj.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.