Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 22

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 22
56 LÆKNABLAÐIÐ tengjast innbyrðis eða stofna til samfelldra eininga í líkingu við kirtla. Engu að síður geta dreifkrabbameinsfrumur myndað slím í ríkum mæli, og gefur það til kynna vissa þroskun, sem segja má að sé í litlu samræmi við vaxtarformið (2). Sérstaða dreifkrabbameins, hvað vefjagerð varðar, er því einkum fólgin í því að saman fara formlaust tvístrað vaxtarlag og þroskavænleg frumugerð. LJM STAÐHÆTTI í MAGASLÍMHÚÐ Aður en lengra er haldið er rétt að víkja að staðháttum í eðlilegri magaslímhúð, sérstaklega að því frumubelti þar sem hvers konar vaxtartrufianir, þar með talin rangvöxtur (dysplasia) og krabbamein, eru talin eiga upptök sín (3,4). Það hefur lengi verið þekkt, að slímhúð magans endumýjast ekki frá kirtilbotnum, heldur frá kirtilhálsunum, þar sem svonefndar stofnfmmur eru staðsettar (5). Það má minna á, að endumýjun er ömst á útþekju, en aftur hægari á djúplægari frumugerðum, svo sem slímhálsfrumum og kirtilfrumum. Þegar stofnfrumur skipta sér og afkvæmisfrumur fara á kreik, er um tvær leiðir að velja, þ.e. grunnleið til yfirborðs eða djúpleið til kirtillags, meðan þroskabrautimar eru fieiri í samræmi við fjölbreytta frumugerð slímhúðarinnar. Svipuðu máli gegnir um rangvaxnar fmmur, þær fara eftir mörkuðum leiðum og taka út þroska eftir upplagi, í vissu samræmi við það sem slímhúðinni er áskapað. MYNDUNARFERILL OG FRUMUGERÐ Þegar alminnstu dreifkrabbamein em tekin til rannsóknar, kemur í ljós að æxlisfrumumar skipa sér upphaflega í þyrpingu umhverfis og út frá kirtilhálsunum - sem er raunar gömul eftirtekt (6) - og mynda þar jafnvel eins konar belti eða lag í stoðþynnu (lamina propria) samsíða yfirborði slímhúðarinnar (7). Jafnframt finnst venjulega slæðingur af æxlisfrumum grynnra í slímhúðinni, það er í námunda við yfirborðið, og ennfremur dýpra í grynnsta hluta kirtillagsins. Þekjan í kirtilhálsunum reynist jafnsnemma vera aðþrengd eða úr lagi færð, og er oft engu líkara en hálsamir séu að gliðna sundur eða leysast upp (8,9). Við frekari athugun sést, að æxlisfrumur í umhverfi kirtilhálsa eru yfirleitt ekki af sigðfmmugerð, heldur er um að ræða smávaxnar eða miðlungi stórar frumur, hnattlaga eða teningslaga með hlutfallslega stóra kjama og slímsnautt frymi (7,10). Kjamaskiptingar geta verið alltíðar, og má hafa fyrir satt, að hér séu á ferðinni sérstakar stofnfrumur æxlisins er viðhalda vexti þess, meðan afkvæmisfrumur þeirra, fleiri eða færri, komast til nokkurs þroska með slímmyndun og slímsöfnun (nema fyrir hendi sé ósérgreint krabbamein). Samtímis því sem frumumar þroskast, færast þær um set eða dreifa sér og kjamaskiptingum fer fækkandi (sjá mynd). NÁNAR UM FRUMUGERÐ Það eru gömul og ný sannindi, að frumur magakrabbameina geta verið fjölbreytilegar útlits (11,12). Rafsjárathuganir hafa staðfest mismunandi formgerðir sigðfrumunnar, stundum raunar samfara aukinni þroskun, og loks hrömun (13). Þegar frumugerð æxlanna er rannsökuð með ónæmis- og Myndin sýnir belli (skálœgt) af œxlis-stofnfrumum ásamt slœðingi af misvel þroskuðum sigðfrumum, einkum yfirborðsmegin við beltið. (HE-litun, stœkkun 500x).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.