Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 27

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 61-78. 61 Jónas Hallgrímsson MAGAKRABBAMEIN í ÍSLENDINGUM. Yfirlitsgrein ÁGRIP Um er að ræða yfirlitsgrein um rannsóknir og rit um magakrabbamein í Islendingum. Samtals hafa fundist á prenti 51 bókarkafli og tímaritsgrein um magakrabbamein í Islendingum, elsta ritið frá árinu 1921 og það yngsta frá 1991. Auk þess er til fjöldi stuttra yfirlita um efnið, aðallega sem tölfræðilegar upplýsingar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. í yfirlitsgreininni er stuttur útdráttur úr hverri grein og bókarkafla og síðan er rætt um rannsóknir Islendinga á þessu sviði og um rannsóknir sem nú er unnið að af erlendum vísindamönnum. Frá upphafi krabbameinsskráningar hefur verið kunnugt að tíðni magakrabbameins í Islendingum hefur verið ein sú hæsta í heiminum. Um 1954 hófust faraldsfræðilegar rannsóknir á æxlinu meðal íslendinga og var sérstaklega kannað samband á milli búsetu, neyslu reykts og saltaðs matar, atvinnu og tíðni magakrabbameins. Rannsóknir þessar leiddu til þeirrar kenningar að orsakir magakrabbameins í Islendingum væru tengdar fæðu. Minnkandi tíðni æxlisins meðal Islendinga samfara breytingum á fæðu síðari ár hefur styrkt þessa skoðun. Nýleg rannsókn á vefjaflokkum æxlanna hefur staðfest að fækkunin hefur orðið mest á þeim tegundum æxla sem tengd hafa verið umhverfisþáttum og sérstaklega fæðu og að lítil breyting hefur orðið á þeim tegundum sem eiga sér aðrar og óþekktar orsakir. INNGANGUR Aðdragandi þessarar yfirlitsgreinar var verkefni um flokkun magakrabbameins í íslendingum eftir vefjagerð æxla á tímabilinu 1955-1984 (1). í sambandi við verkefnið Frá Rannsóknastofu Háskólans I meinafræði. var nauðsynlegt að þekkja fyrri rannsóknir á magakrabbameini hér á landi og kanna rit um niðurstöður. Kom þá í ljós að hvergi var að finna tæmandi heimildaskrá. Þótti því sjálfsagt að birta núna sem fyllsta heimildaskrá þeim til hjálpar sem síðar kunna að vinna við rannsóknir á magakrabbameini í íslendingum. íslendingar hafa verið í flokki þeirra þjóða heims, sem hafa haft hæsta nýgengi magakrabbameins í báðum kynjum, enda hefur óvenju mikið verið ritað um efnið. Við lestur ritanna kom ýmislegt í ljós sem nú er sennilega flestum í íslenskri læknastétt gleymt eða hefur aldrei verið kunnugt. Til upprifjunar og fróðleiks er því birtur stuttur útdráttur úr hinu ritaða efni. Er vonast til þess, að það veki áhuga á lestri frumheimildanna og sérstaklega þeirra sem eru frá árunum 1954-1969 en þá má segja að hafi verið blómaskeið í rannsóknum á magakrabbameini á Islandi undir forystu Níelsar Dungals og Júlíusar Sigurjónssonar. Er óhætt að fullyrða að íslendingar voru á þessu tímabili í forystu í heiminum á sviði faraldsfræði og rannsókna á áhrifum umhverfisþátta og sérstaklega fæðu á myndun æxlisins. Seinni árin hefur athygli íslenskra lækna aðallega beinst að faraldsfræði æxlisins og bera rit Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Islands þess merki. EFNI 1. Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup: í bók sinni »Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800« ritaði Sigurjón Jónsson læknir kafla um krabbamein (2). Hann taldi enga leið að giska á hversu tíð krabbamein hafi verið hér á landi á þessu tímabili. Hafði krabbameins ekki verið getið í annálum að öðru en því að nokkrum sinnum var sagt frá banameinum kunnra karla og kvenna er sjá eða telja mátti líkur á að hafi verið

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.