Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 28
62 LÆKNABLAÐIÐ krabbamein. Gat Sigurjón alls 16 frásagna af slíkum meinum. Flestir höfðu meinsemdina í munni, koki eða útvortis en fimm höfðu hana innvortis. Einn þessara fimm manna var Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup (1605-75). Ritaði Sigurjón þar orðrétt úr ævisögu biskups eftir Torfa Jónsson prófast í Gaulverjabæ: »Af.... ýmislegum lukkunnar vicissitudinibus & gradibus [umskiptum og tröppugangi] .... tók líkamans heilsa smám saman að veikjast, obstructio & cruditas stomachi [stífla og meltingartregða magans] að aukast með dijflcultate egestionis alimenti [þ.e. erfiðleikum á hœgðum] og svefnbrigðum, matarnautnin einnig smám saman að þverra .... Sem nú leið undir Jónsmessu baptista [skírara] .... 1675, tóku meir og meir að aukast veikindi vors sœla herra með skyrbjúg í útlimum.....með stórri mœðu og lítilleika fyrir brjóstinu, svo hann hlaut þá að leggja sig til sœngur, þótt máttvana vœri og verkjalaus, þá hann hreyfði sig ekki í sœnginni«. Og til viðbótar er þetta úr bréfi séra Torfa, skömmu eftir lát biskups: »Hann [þ.e. Brynjólfur biskup] hefur allt þetta ár og nokkuð lengur um stundir [þ.e. öðru hverju] veikur verið og mjög neyzlugrannur, utan af litlum bjór vörmum og graut þar með, og fór alltjafnt það mein meir og meir í vöxt .... þar á ofan fékk hann skyrbjúg .... svo hann mátti endilega [þ.e. að fullu og öllu] leggja sig til sinnar sœngur sjálfa Jónsmessu, og síðan veiktist hann meir og meir, verkjalítill nœr hann lá kyrr, en hvað sem hann hreyfði sér, var búið við, að yfir hann mundi líða«. Af þessu taldi Sigurjón mega ráða að upphaflega hafi sjúkdómurinn byrjað í meltingarfærum og að skyrbjúgurinn hafi komið til af næringarskorti sem fylgdi veikindunum. Taldi Sigurjón langmestar líkur til að biskup hafi haft krabbamein í maga eða þörmum. Samkvæmt sjúkdómslýsingu er líklegast að biskup hafi haft krabbamein í vélinda eða maga. Má Jtví vera að Brynjólfur Sveinsson sé fyrstur Islendinga sem skráður er með magakrabbamein. 2. Heilbrigðisskýrslur 1881-1954: Árin 1881-1910 báru skýrslumar heitið »Skýrslur um heilbrigði manna á Islandi« en eftir það »Heilbrigðisskýrslur«. Þær hafa frá upphafi verið gefnar út af landlækni og samdar eftir skýrslum héraðslækna (3). 1881-1890. Á þessum árum skráðu héraðslæknar 58 krabbamein og þar af 14 í maga. Oft var getið um krabbamein í brjósti og stundum var krabbameins getið án staðsetningar. 1891-1900. Þessi ár hafa aðeins einstaka héraðslæknar getið krabbmeina og voru þau samtals 171 og þar af 83 í maga. 1901-1904. Á þessum ámm voru skráð 60 krabbamein í maga og 74 önnur krabbamein. 1905-1910. Fyrstu fjögur árin var krabbameins ekki getið í skýrslum héraðslækna. Árin 1909 og 1910 vorirgreind 110 krabbamein án staðsetningar eftir líffærum. 1911-20. Þessi 10 ár voru samtals skráðir með krabbamein 802, 404 karlar og 383 konur. Af þeim vom 308 talin hafa magakrabbamein. 1921-25. Skráðir með krabbamein á landinu vom 493 en lítið getið um uppruna æxlanna. Þó var getið 74 sjúklinga í Reykjavík með magakrabbamein og 65 annarra sjúklinga með krabbamein í öðrum líffæmm. 1926-31. Áfram var skráningu krabbameina mjög ábótavant en þegar minnst var á krabbamein eftir líffæmm var magakrabbamein langalgengast. 1932-54. Héraðslæknum hafði verið skylt frá árinu 1932 að skrá alla með krabbamein. Frá árinu 1911 mun þó hafa verið skylt að læknar rituðu dánarvottorð fyrir þá sem búsettir voru á svæðum þar sem héraðslæknar störfuðu. Upp frá því fækkaði dánarvottorðum rituðum af prestum og voru þau eftir það mestmegnis frá strjálbýlustu svæðum landsins. Frá og með árinu 1951 var skylt að öll dánarvottorð á landinu væm rituð af læknum. Þessir tveir skráningarhættir krabbameina vom óáreiðanlegir þótt nokkur vísbending væri í þeim. Skýrslur bárust yfirleitt ekki árlega úr öllum hémðum og þar á meðal sum árin ekki úr Reykjavík. Þessi 22 ár vom skráðir 5946 sjúklingar með krabbamein og þar af 2005 með magakrabbamein, eða 33.7%. Samkvæmt dánarskýrslum hvers árs höfðu fleiri haft krabbamein en fram kom í skýrslum héraðslækna og er því ljóst að skráningu

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.