Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 32
66 LÆKNABLAÐIÐ mestu áhættuflokkunum. Svo virtist sem dánartíðni vegna magakrabbameins væri hæst í þeim sem voru fæddir utan Kanada, lægri í afkomendum þeirra sem þó voru fæddir í Manitoba og lægst í þeim sem voru »innfæddir« Manitobabúar í nokkrar kynslóðir. Hrafn Tulinius ritaði kafla um faraldsfræði magakrabbameins í bók árið 1978 (25). Greint er frá dánartíðni vegna magakrabbameins á Islandi 1921-75 og hún borin saman við dánartíðni í öðrum löndum síðustu 20 ár þessa tímabils. Dánartíðni vegna magakrabbameins lækkaði á Islandi sem um allan heim. Bent var á að aldursstaðlaðar nýgengistölur væru áreiðanlegri en dánartíðnitölur en hvort tveggja hefði lækkað á Islandi eins og víðast hvar í heiminum á seinni árum. Umhverfisþættir voru sterkari en erfðaþættir í niðurstöðum faraldsfræðilegra rannsókna á magakrabbameini. Taldar voru upp nokkrar helstu rannsóknir á fæðuþáttum í myndun magakrabbameins og sagt frá efnum sem valdið hafa magakrabbameini í tilraunadýrum, fjölhringa kolvetnissamböndum (polycyclic hydrocarbons), nítraósaminum og aflatoxini. Að lokum var hvatt til frekari rannsókna á umhverfisþáttum, aðallega á neysluvenjum og fæðu, og á erfðaþáttum t.d. blóðflokkum. Annan bókarkafla ritaði Hrafn Tulinius ásamt Helga Sigvaldasyni árið 1981 (26). Er kaflinn í bók um krabbamein tengt atvinnu og var grein þeirra um nýgengi krabbameins eftir atvinnu í landi (íslandi) með litla loftmengun. Rannsóknin var byggð á gögnum úr Krabbameinsskrá frá árunum 1955-79 og náði til 18 líffæra, þar á meðal magans. Fólki var skipað í níu hópa eftir atvinnu. Nýgengi magakrabbameins hjá bændum var marktækt hæst eða 261 bóndi sem var 32% meiri tíðni en hjá íslenskum körlum í heild. I öðrum hópi, þar sem meirihluti voru verkamenn, var nýgengi magakrabbameins einnig hærra en meðalnýgengi. Nýgengi var marktækt undir meðalnýgengi í hópi háskólamenntaðra. I grein árið 1983 skýrði Hrafn Tulinius frá því að nýgengi magakrabbameins hefði lækkað um 58% hjá körlum og 56% hjá konum á tveimur áratugum, frá 1956-60 til 1976-80 samkvæmt gögnum Krabbameinsskrárinnar (27). A sama tíma hækkaði nýgengi allra annarra krabbameina um 57% hjá körlum og 36% hjá konum. Lifun í eitt ár eða lengur jókst á sama tíma úr 28% í 38% hjá körlum og úr 16% í 42% hjá konum. Síðan sagði hann frá fyrri rannsóknum á Islandi varðandi búsetu og mataræði og þar með frá krabbameinsvaldandi og krabbameinsvemdandi efnum í fæðu. Er þeirra rannsókna allra getið sérstaklega í þessari yfirlitsgrein. I grein eftir Jónas Ragnarsson og G. Snorra Ingimarsson árið 1985 segir frá nýgengi 15 algengustu krabbameina í Islendingum á fimm ára tímabilinu, 1980-84 (28). Meðal karla var magakrabbamein í þriðja sæti með árlegan fjölda nýrra tilfella 31.8 á 100.000 íbúa. Á undan því komu blöðruhálskirtilskrabbamein (55.5) og lungnakrabbamein (33.2). Meðal kvenna var magakrabbamein í fimmta sæti með árlegan fjölda 14.4 en á undan voru brjóstakrabbamein (63.8), lungnakrabbamein (23.5), ristilkrabbamein (16.4) og eggjastokkakrabbamein (15.1). Vilhjálmur Rafnsson og Hólmfríður Gunnarsdóttir rituðu grein árið 1990 um athuganir sínar á dánarorsökum 70 karla sem látist höfðu úr hópi 603 sem höfðu starfað við Áburðarverksmiðju ríkisins á árunum 1954 til 1985 (29). I áburðinum er meðal annars ammoníum nítrat og því þótti forvitnilegt að kanna hvort aukin mengun af þessu efni sem er eitt af forstigum nítrósamina kynni að hafa aukið tíðni krabbameina í maga og lungum starfsmanna. Aðeins fjórir starfsmenn höfðu látist úr magakrabbameini sem var aðeins lægra en reiknað meðaltal fyrir alla látna á þeim tíma (Standard mortality ratio). Með samanburði við dánarvottorð var niðurstaða rannsóknarinnar sú að ekki væri hægt að sýna fram á aukna hættu á magakrabbameini hjá starfsmönnum Áburðarverksmiðjunnar og sama var að segja um lungnakrabbamein. 4.2. Mataraœði: Júlíus Sigurjónsson ritaði grein árið 1967 um breytilega dánartíðni vegna magakrabbameins eftir stéttum og með tilliti til ólíks mataræðis (30). Könnuð voru dánarvottorð áranna 1951-60 í aldursflokkunum 35-64 ára. Hundraðshluti magakrabbameins af öllum krabbameinum var hæstur hjá bændum eða 25%. Síðan komu verkamenn með 19%, sjómenn með 15.5%, iðnaðarmenn með 9.9% og að lokum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.