Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 38

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 38
70 LÆKNABLAÐIÐ Fækkun þessara umhverfistengdu æxla meðal Islendinga varð mest á árunum 1955-1964 en þá ætti einmitt samkvæmt kenningum um krabbameinsmyndun að fara að gæta hins breytta mataræðis Islendinga, notkun frystingar í stað söltunar og reykingar, og jafnframt aukinnar neyslu krabbameinsvemdandi fæðu eins og ávaxta og grænmetis. 4.5. Rannsókn og meðferð á sjúklingum: Halldór Hansen ritaði grein árið 1921 um einkenni við byrjandi magakrabbamein og birtist hún í tveimur hlutum (48). Greinin var almenns eðlis, annars vegar um sjúkdómseinkenni og hins vegar um þýðingarmestu rannsóknir á sjúklingum. Gunnlaugur Claessen ritaði grein árið 1923 um þrjá sjúklinga með sármyndun í maga sem greind voru á röntgenstofu í Reykjavík og reyndust vera krabbamein (49). Fram að þeim tíma hafði mjög lítið verið ritað um sármyndun í magakrabbameinum og flest sár sem sáust á röntgenmyndum því verið talin góðkynja. Bent var á erfiðleika í mismunagreiningu og hina miklu þýðingu þess að greina krabbamein frá góðkynja sárum þar sem ekki væri nauðsynlegt að skera alla með góðkynja sár. Til greiningar krabbameins var hægt að styðjast við ójafnar brúnir sára og ójafnan og stífan magavegg á svæðinu. Guðmundur Thoroddsen ritaði grein árið 1928 um krabbameinslækningar (50). I sjúklingatali hans voru 75 sjúklingar með krabbamein og þar af 16 með magakrabbamein. Af þessum 16 sjúklingum höfðu aðeins tveir verið skurðtækir þegar æxlið fannst og var annar þeirra á lífi. í lok greinarinnar sagði Guðmundur: »Það er síðast en ekki síst það atriðið, sem ég held að mikilsverðast sé í baráttunni gegn krabbameininu og það er að kenna fólki að leita lœknis nógu snemma. Það eru mjög skiftar skoðanir um það, hvað segja beri fólki um krabbamein og hvaða gagn prédikanir og pésar, auglýsingar og upphrópanir geri. Surnir lœknar eru jafnvel hrœddir um að cancrophobia muni grípa fólkið, til hins mesta ógagns. Sjálfsagt þarf slík upplýsingastaifsemi að gerast varlega, en ég er lítið hrœddur um að hún muni gera skaða, ef mönnum er sagt um ieið, að krabbamein geti lœknast, bara að sjúklingurinn komi nógu snemma til lceknis. Þá er enn ein aðferð, sem nýfarið er að rœða og reyna, en það er að fá fólk, sem komið er á krabbameinsaídur, tii þess að láta skoða sig áriega eða oftar og skoða sig nákvœmlega«. Guðmundur Thoroddsen ritaði aðra grein sína um krabbameinslækningar árið 1934 (51). Þá hafði Landspítalinn starfað í þrjú og hálft ár. Á handlækningadeild höfðu komið 96 sjúklingar með krabbamein. Magakrabbamein var langtíðast, eða 25 sjúklingar, og þar af voru aðeins fimm, eða 20%, skurðtækir. Jón Hj. Sigurðsson ritaði grein árið 1934 um einn sjúkling, 48 ára karlmann með krabbamein í maga og meinvörp í lungum (52). Var sjúkdómsgreining staðfest með krufningu. Halldór Hansen ritaði grein árið 1934 um greiningu krabbameins í meltingarfærum og þar á meðal í maga (53). Skýrt var frá algengustu sjúkdómseinkennum, rannsóknaraðferðum og meðferð. Bjarni Jónsson ritaði grein árið 1937 um fólk sem vistað hafði verið á Landakotsspítala vegna illkynja æxla á árunum 1908-35 (54). Alls voru sjúklingar 807 og þar af 344 (226 karlar og 118 konur) með magakrabbamein sem var um 43% allra æxlanna. Guðmundur Thoroddsen flutti háskólafyrirlestur um krabbamein 8. desember 1940 í röð fræðandi fyrirlestra fyrir almenning í tilefni þess að Háskóli íslands hafði flutt inn í ný húsakynni. Fyrirlestramir voru síðan gefnir út í sex bókum undir heitinu Samtíð og saga (55). I fyrirlestri sínum fjallaði Guðmundur mest um magakrabbamein og sagði frá 69 sjúklingum sem höfðu vistast á handlækningadeild Landspítalans á fyrstu 10 árum spítalans. Rakin voru sjúkdómseinkenni og meðferð og rætt um leiðir til þess að bæta árangur lækninga. Af þessum 69 sjúklingum höfðu þá 11, eða 15.9%, fengið fullan bata og 19, eða 27.5%, fengið nokkum bata með skurðaðgerðum. Snorri Hallgrímsson ritaði grein árið 1953 um sjúklinga með krabbamein í maga og vélindi sem lágu á handlækningadeild Landspítalans árið 1952 (56). Höfðu 39 þeirra magakrabbamein. Gerð var grein fyrir skurðaðgerðum og lögð áhersla á nauðsyn

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.