Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 41

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 73 árið 1979 kafla í bók um magakrabbamein og ræddu rannsóknir sínar á snefilefnum í drykkjarvatni frá þrem svæðum sem höfðu ýmist háa eða lága tíðni magakrabbameins, Nýfundnalandi, Islandi og Japan (71). Islenska drykkjarvatnið var valið frá þremur svæðum, Austurlandi með lægst nýgengi, Reykjanesi, Reykjavík og Vestmannaeyjum með meðal- og Vestfjörðum með hátt nýgengi magakrabbameins. Mæld voru 19 snefilefni og einnig metinn litur, harka, leiðsluhæfni og gruggun í vatninu. Tölfræðilega marktæk aukning í samræmi við aukna hættu á magakrabbameini fannst á blýi, kalsíum, magnesíum og jámi sem og á vatnshörku. Þessi fylgni fannst ekki í Nýfundnalandi. Heildamiðurstaða rannsóknarinnar var sú að engin tengsl fyndust milli flestra snefilefna og magakrabbameinstíðni. Þó virtist blý í drykkjarvatni á Islandi og í Japan tengt aukinni hættu og mangan í Japan og á Nýfundnalandi sömuleiðis. 4.7. Dýratilraunir: Síðari hluta árs 1956 hóf Níels Dungal dýratilraunir með því að gefa rottum reyktan mat og skýrði hann frá upphafi tilraunanna í grein árið 1959 þar sem hann lagði fram spuminguna, hvort reyktur matur sé krabbameinsvaldur (37). Karlrottum var gefið reykt kindakjöt, saltað kindakjöt og saltfiskur og samanburðarhópur fékk venjulegt staðlað rottufæði. Tilraunimar gengu frekar illa, flest dýrin sem fengu hangikjöt og saltkjöt drápust og vom étin af hinum. Þó var hægt að rannsaka tvö dýr sem alin vom á hangikjöti og fengu æxli, annað í lifur og hitt í lunga. Rottumar sem fengu saltfisk og venjulegt fæði lifðu góðu lífi og voru æxlislausar. I greininni er þess getið að þau kolvetnissambönd sem ekki vom talin krabbameinsvaldandi og getið er um í grein hans frá 1958 gætu hugsanlega leitt til magabólgu sem síðan leiddi til krabbameins (36). Arið 1961 ritaði Níels Dungal aðra stutta grein um sömu dýratilraunir (38). Rannsóknir Níelsar Dungals vöktu mikla athygli og árið 1961 var honum boðið að halda Maude Abbott fyrirlesturinn á ársþingi Alþjóðlega meinafræðingafélagsins (Intemational Academy of Pathology) í Chicago og birtist efni hans í grein í JAMA sama ár (32). Time Magazine og New York Times gátu einnig um þessar markverðu tilraunir. Greinin í JAMA gefur góða mynd af hugmyndum Dungals um tengsl fæðu við magakrabbamein og skýrir vel niðurstöður dýratilrauna hans. Lagði hann þar áherslu á hið sérstæða mataræði íslendinga og mikla neyslu heimareykts kjöts og silungs sem væri miklu meira reykt en venja væri til hjá matvælaframleiðendum fyrir sölumarkað. Hann skýrði frá því að 45 rottum hafi verið gefið hangikjöt og fengu fimm þeirra krabbamein. Atján rottum var gefinn reyktur silungur og fengu sex krabbamein. Ekkert þessara æxla var í maga og flest voru lítið differentieruð og líktust ýmist þekjukrabba eða sarkmeini. UMRÆÐA I nýlegri grein segir að nýgengi magakrabbameins hafi lækkað hægt en stöðugt víðast hvar í heiminum síðustu áratugi (72). Allt fram til ársins 1980 var það talið það krabbamein sem ylli flestum dauðsföllum í heiminum en með áframhaldandi stöðugri lækkun nýgengis magakrabbameins og jafnframt vaxandi nýgengi lungnakrabbameins er líklegt að það síðamefnda hafi nú tekið forystuna. Mikill munur á nýgengi milli þjóða og jafnvel milli þjóðarhluta og stöðug lækkun nýgengis síðustu fjóra áratugi er það sem helst einkennir faraldsfræði magakrabbameins og bendir það til þess að fæðuþættir séu mikilvægir í myndun þessa æxlis. Margar kenningar hafa orðið til um uppmna magakrabbameins en engin þeirra hefur verið sönnuð og í rauninni er flest sem máli skiptir enn á huldu um uppmna magakrabbameins eins og flestra annarra krabbameina. Menn em þó sammála um að umhverfisþættir og þar með fæðuþættir eigi mikilsverðan þátt í myndun 80-90% krabbameina í mönnum og á það ekki síst við um magakrabbamein (73). Flest magakrabbamein finnast ekki fyrr en þau em komin á það stig að erfitt er að fást við þau og fæst þeirra tekst því að lækna. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn krabbameinsvöldum og/eða greining á fyrstu stigum em taldar vænlegri til árangurs en framfarir í núverandi hefðbundnum aðgerðum gegn krabbameininu á síðari stigum þess. Nokkuð hefur miðað í rétta átt hvað varðar faraldsfræðilegar rannsóknir á umhverfisþáttum og sérstaklega fæðuþáttum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.