Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1992, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.04.1992, Qupperneq 12
126 LÆKNABLAÐIÐ úr öðru nýra manna, sem látist höfðu af slysförum eða fyrirfarið sér. Talið var, að þeir hefðu verið heilbrigðir. Sýnin voru sett í plastbox og fryst (-20°) til að koma í veg fyrir rotnun. Aldur, kyn og búseta var skráð. Því miður reyndist ekki unnt að fá vitneskju um reykingar. Nýru voru fengin frá prófessor Gunnlaugi Geirssyni úr réttarkrufningum. Tæki, áhöld og efni sem notuð voru, eru tilgreind í viðauka. Sundrun sýna: Sundrun sýna rneð sýru í örbylgjuofni eins og lýst er hér á eftir er alveg ný af nálinni (7-9). Við sundrunina er notað sýnahylki úr tefloni (teflonhylki, mynd 1). Það er skolað vel með acetóni, 1M saltpéturssýru og vatni áður en sýni er sett í. Sýnin eru 0,15-0,25 g af frosnum nýmaberki. Þau eru skorin með álpappírsklæddum hnífi (til þess að forðast kadmíummengun úr hnífnum). Sýni er strax sett í teflonhylkið og það vegið. Ut í er bætt 100 míkról af mettaðri saltpéturssýru (65%), 1 ml af mettaðri saltsýru (30%) og 5 ml af vatni. Sýnahylkinu er að þessu loknu komið fyrir í sérstöku vamarhylki, svokallaðri sýrubombu (sýrubombu fyrir örbylgju; mynd 1), og látið í örbylgjuofn. Sýninu er sundrað með mestri mögulegri orku í ofninum í tvær mínútur (örbylgjuofn með sýrubombu; mynd 1). Anóðustrípun: Anóðustrípun (potentiometric stripping analysis; PSA) er aðferð, er nota má til greiningar og ákvörðunar á ýmsum málmum (10,14). Aðferðin byggist á afoxun með rafspennu og leysni málmjóna í kvikasilfri (amalgamering) á yfirborði rafskauts og eftirfarandi oxun með kvikasilfursjónum í lausn. Mæling á spennubreytingu vinnuskauts við oxun gefur upplýsingar um tegund og magn málma í upplausn (myndir 2-4). Mynd 2 sýnir rissmynd af þeim tækjabúnaði, sem notaður er. Spennugjafinn leggur misháa neikvæða spennu á vinnuskautið. Safnast þá málmjónir að vinnuskautinu, afoxast og amalgamerast við kvikasilfrið, sem það er húðað með. Þegar spennan er tekin af, oxast málmamir í amalgamsambandinu fyrir tilstilli kvikasilfursjóna (kvikasilfurlausn II) og fara út í lausnina sem málmjónir. Kemur það fram sem spennubreyting í vinnuskauti miðað við 45 ml teflonhylki sýrubomba fyrir örbylgju 1 I ■ <w <zzz> sýrubomba örbylgjuofn Mynd 1. Sýrubomba, teflonhylki og örbylgjuofn. tengist viö snúningsmótor Mynd 2. Tækjabúnaður við anóðustrípun. breytilegt viöám mótskaut. Magn málmjóna í sýnalausninni er hlutfallslegt við spennubreytinguna. Mynd 3 sýnir, að kopar, blýi og kadmíum er safnað við mismunandi spennu, sem svarar til stöðu þessara málma í spennuröðinni. Kopar safnast við lægsta spennu (-550 mV), þá blý (-900 mV) og loks kadmíum (-1200 mV). Ef allir þessir málmar eru í lausn, getur því þurft að beita mismunandi spennu til að afoxa þá. Mynd 4 sýnir, hvemig staðsetningu tröppu, er svarar til stöðu hlutaðeigandi málms í spennuröðinni, má nota til þess að bera sannkennsl á málminn, að undangenginni oxun

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.