Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1992, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.04.1992, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 143 ár. Eftirtektarvert er að fáir læknar kjósa að snúa ekki heim að loknu sérnámi. Ekkert atvinnuleysi er nú meðal íslenskra lækna en það segir þó ekki nema hálfa söguna. Ef gert er ráð fyrir að um 80% þeirra tæplega 400 lækna sem nú eru við nám og störf erlendis kæmu skyndilega heim án þess að aðrir færu utan er ekki óvarlegt að áætla að 20-25% atvinnuleysi yrði meðal íslenskra lækna. Atvinnuleysi íslenskra lækna er þannig falið erlendis. íslenskum læknum mun halda áfram að fjölga næstu áratugi. Hlutfall kvenna í læknastétt mun hækka í 28% um aldamót. Framboð á læknum verður talsvert meira en eftirspurn og um aldamót má búast við að 60 læknum verði ofaukið hér á landi. Þessu valda stórir árgangar lækna sem útskrifuðust á árunum 1975-1988 og mikill fjöldi lækna sem mun útskrifast á næstu árum. Búist er við að offramboð á íslenskum læknum nái hámarki árið 2010 (70 læknar) og ekki náist jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar fyrr en í fyrsta lagi á tímabilinu 2015-2020. Þannig virðist Island vera að minnsta kosti 10-15 árum á eftir þróuninni í V-Evrópu. A núverandi áratugi er talið að eftirspum eftir læknum á íslandi þurfi að vera um 2.5% á ári að meðaltali umfram eðlilega endumýjun svo að framboð og eftirspum haldist í hendur. Þetta krefst að meðaltali um 20 nýrra stöðugilda á ári umfram eðlilega endumýjun sem er að meðaltali um 14 stöðugildi. Af þessu má ráða að of mikið er að útskrifa 36 læknanema á ári miðað við núverandi aðstæður og mætti að ósekju draga verulega úr þeim fjölda. LOKAORÐ Eftir offramboð lækna í flestum ríkjum V-Evrópu um langt árabil bendir ýmislegt til þess að jafnvægi muni ríkja á vinnumarkaði lækna fljótlega upp úr næstu aldamótum. Það að jafnvægi er að komast á má þakka markvissum aðgerðum stjómvalda og læknasamtaka við að takmarka fjölda útskrifaðra lækna. Jafnframt munu stórir árgangar lækna sem útskrifuðust á sjöunda áratugnum nálgast eftirlaunaaldur. A íslandi er raunin önnur. Þó að íslenskir læknar búi í raun við dulið atvinnuleysi er ekki ráðgert að fækka útskrifuðum læknum frá Háskóla Islands á næstu árum. Framboð á íslenskum læknum mun því halda áfram að aukast að minnsta kosti næstu tvo áratugi verði ekkert að gert. Spumingin er hvort þessara áhrifa muni gæta hér heima og valda atvinnuleysi eða hvort fjöldi íslenskra lækna erlendis muni stóraukast. Þetta þýðir með öðrum orðum að annað hvort verður fjöldi íslenskra lækna í framtíðinni dæmdur í faglega útlegð eða til að þiggja atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði. HEIMILDIR 1. Saugmann P. Medical Manpower in West Europe: Towards a balance between supply and demand by the year 2000. In: Medical Manpower in Europe. Saugmann P, ed. Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors. Copenhagen, 1991: 5-14. 2. Andersen K, Amar DO, Oddsson K, Friðriksson JH, Saugmann P. Medical Manpower in Iceland: The conditions for equilibrium between supply and demand by the year 2000. In: Medical Manpower in Europe. Saugmann P, ed. Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors. Copenhagen, 1991: 23-6. 3. Den fremtida lakararbetsmarknaden i Norden. Samnordisk Arbetsgrupp för Prognos- och Specialistutbildningsfrágor 1990.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.