Læknablaðið - 15.10.1992, Síða 6
314
LÆKNABLAÐIÐ
Það kveður lítið að gigtarrannsóknum á
Islandi fyrr en kemur fram á seinni hluta
20. aldar. Þó gerði Manneldisráð merkilega
rannsókn á mataræði og heilsufari 362
einstaklinga í 56 fjölskyldum um allt land á
árunum 1939-1940 (10). Sú rannsókn leiddi í
ljós að 40% kvörtuðu um gigt, þar af 9% um
liðagigt. Við skoðun fannst þó einungis ein
kona með bæklaða fingurliði vegna liðagigtar.
Það er ekki fyrr en á sjöunda og áttunda
áratugi þessarar aldar að Islendingar fara að
gera sér grein fyrir því að gigtarsjúkdómar
eru mikið félagslegt og fjárhagslegt vandamál.
Árið 1962 sóttu rösk 20% um örorkubætur
vegna gigtarsjúkdóma og 40% allra
öryrkja höfðu verið greindir með einhvem
gigtarsjúkdóm (11). Heilbrigðisskýrslur ársins
1974 greina frá algengi gigtarkvartana í sex
læknishéruðum og reyndust 7-13% allra
viðtala hjá heilsugæslulæknum vera vegna
gigtar (12).
Þegar Rannsóknarstöð Hjartavemdar tók til
starfa árið 1967 leitaði Gigtsjúkdómafélag
íslenskra lækna eftir samvinnu við
Hjartavemd um faraldsfræðilega könnun
á gigtarsjúkdómum. Þeirri málaleitan var
vel tekið og síðan 1968 hafa verið skráðar
gigtarkvartanir þeirra einstaklinga sem koma í
hópskoðun Hjartavemdar og blóðsýni tekin í
rheumatoid faktor mælingar. Þessi hópskoðun
hefur leitt í ljós að um þriðjungur kvenna
á aldrinum 34-61 árs og fimmtungur karla
kvarta um liðverki og allt að 10% kvenna
og 5% karla höfðu fengið liðbólgur (13,14).
Vegna bakverkja höfðu 10-15% karla leitað
læknis og helmingur þeirra var óvinnufær um
lengri eða skemmri tíma (15). Blóðsýni voru
fyrst mæld á Rannsóknastofu Landspítalans
í sýklafræði og síðan á Rannsóknastofu
Háskólans í ónæmisfræði á Landspítalanum,
eftir að hún tók til starfa. Jákvæð gigtarpróf
fundust hjá 2% kvenna og 1% karla (16).
Þegar hópnum var fylgt eftir kom í ljós að
konur með jákvæð gigtarpróf fengu frekar
iktsýki en þær sem voru með neikvæð próf
og að einstaklingar með vissa jákvæða
gigtarþætti höfðu meiri tilhneigingu til þess að
fá krabbamein (17-19). Þorbjöm Jónsson gerir
hér í blaðinu nánar grein fyrir forspárgildi
hinna ýmsu gigtarþátta (rheumatoid faktora).
Á áttunda áratugi þessarar aldar fundu menn
fylgni vissra gigtarsjúkdóma við ákveðna
vefjaílokka, aðallega B 27. Þessi uppgötvun
hleypti nýju blóði í faraldsfræðilegar
rannsóknir á gigt.
í lok síðari heimsstyrjaldar fór hin foma
Aðalvíkursveit í eyði. Eftir að fólkið
fluttist suður kom í ljós að það fékk oftar
gigtarsjúkdóma en aðrir og var því hafin
rannsókn á þeim fjölskyldum sem mest urðu
fyrir barðinu á gigtarsjúkdómum. Það hefur
komið í ljós að þessar fjölskyldur ráku ættir
til sameiginlegs forföðurs á seinni hluta 18.
aldar og tilhneigingin til að fá gigtarsjúkdóma
er bundin við ákveðna erfðavísa (20,21).
Það má öllum vera ljóst að mikil breyting
varð á lifnaðarháttum íbúa Aðalvíkursveitar
þegar þeir fluttu þaðan. Þeir höfðu búið
við einangrun og harða lífsbaráttu mann
fram af manni og það var ekki að sjá að hin
erfiða lífsbarátta hafi gert þá næmari fyrir
sjúkdómum því að þeir voru yfirleitt fílhraustir
og barnmargir.
Það er tilgáta okkar sem að þessum
rannsóknum hafa staðið að íbúar
Aðalvíkursveitar hafi vegna aldalangrar
einangmnar og vissrar skyldleikaræktunar
glatað hæfileikanum til að verjast vissum
gigtarsjúkdómum og því hafi þeir verið
móttækilegir fyrir umhverfisþáttum, sem
valda gigtarsjúkdómum, þegar þeir yfirgáfu
heimkynni sínog settust að í öðrum héruðum.
Það er trúa mín að lausn gigtargátunnar liggi
að hluta til í rannsókn á gigtarættum og það
eru margar slíkar á Islandi.
Hér í blaðinu greina þeir Kristján Erlendsson
og Kristján Steinsson frá rannsóknum sínum á
komplímentskorti og sjúkdómum sem vafalítið
á eftir að varpa ljósi á tilurð gigtarsjúkdóma.
Þessar rannsóknir hafa þegar vakið athygli
erlendis (22).
Breytt hegðun gigtarsjúkdóma á íslandi kemur
meðal annars fram í aukinni tíðni rauðra úlfa
(lupus) (23,24). Sama má segja um arteritis
temporalis sem er mun algengari hérlendis
en ætlað var (25). Öðru máli gegnir um
scleroderma sem er bæði sjaldgæfari hér og
horfur betri (26). Það er spuming hvort minni
mengun hér á landi en í nágrannalöndum geti
skýrt þennan mun, en ýmis toxísk efni eru
þekkt að því að valda scleroderma.
Ámi Geirsson skýrir frá hluta rannsókna
sinna á scleroderma hér í blaðinu. Helgi