Læknablaðið - 15.10.1992, Side 10
318
LÆKNABLAÐIÐ
% Hemolysis AU
Mynd 1. Breytingar í CH50 og IIP sem verða við plasmagjöf. Breytingarnar vara stutt og hvetfa aftur fljótlega þegar
plasmagjöf er hœtt. Efst á myndinni eru sýndar hreytingar er verða á líðan og einkennum sjúklings. Skástrikaðir reitir
tákna plasmagjafir. (AU=arbitrary units, IIP=inhibition of immune precipitation, CH50=komplímentháð 50% frumurof.)
breytingar á líðan sjúklings (subjective) og
skráð einkenni við skoðun (objective). A
myndinni sést, að gildi CH50 og IIP rísa
að normal mörkum meðan á plasmagjöf
stendur sem samrýmist endurreisn klassíska
ferilsins. Samtímis fer líðan sjúklings batnandi
og sjúkdómseinkenni minnkandi. Engar
ákveðnar breytingar verða á mælingum á
SOL enda er sú virkni háð starfsemi styttri
ferilsins. Starfsemi klassíska ferilsins leggst
þó fijótt af að plasmagjöf lokinni. Það
samrýmist helmingunartíma C2, sem er 12-
18 klukkustundir.
Breytingar á C2 magni: A mynd 2 má
sjá aukningu á C2 í sermi og tengsl við
breytingar á CH50. A myndinni sést að þéttni
C2 vex við plasmagjöf á degi hverjum, en
fellur síðan nokkuð yfir nótt. Heildarstyrkur
fer þó smátt og smátt vaxandi eftir framgangi
gjafar.
Magn mótefnafléttna: Á mynd 3 má sjá að
mótefnafléttur falla við plasmagjöf. Það er þó
mikil hreyfing á mótefnafléttumagni í báðar
áttir meðan á gjöf stendur og magn þeirra nær
fyrri gildum fljótlega eftir að plasmagjöf er
hætt.
Rœsing komplímentkerfisins: Breytingar
á magni C3d eru mælikvarði á ræsingu
komplímentkerfisins (mynd 4). Við upphaf
plasmagjafar er C3d lágt enda ekki um virka
ræsingu að ræða vegna skorts á C2. C3d eykst
% /ig/ml
Mynd 2. Breytingar sem verða í C2 magni við
plasmagjöf. Myndin sýnir að CH50 (•) helst uppi meðan
C2 <\yI þéttni er há enfellur síðan. Kvarði fyrir CH50 er
til vinstri, en kvurði fyrir C2 til liœgri. Brotalínur tákna
viðmiðunargildi normal einstakiinga.
við plasmagjöf í nánu samræmi við aukningu
í magni C2. Minnkuð þéttni mótefnafléttna
fylgir nákvæmlega aukningu á C3d. C3d hefur
verið mælt í plasma því sem gefið er og alltaf
reynst lágt. Breytingamar, sem hér er lýst,
skýrast því ekki af beinni gjöf C3d, heldur af
ræsingu á komplímentkerfi sjúklingsins.
UMRÆÐA
Mótefnafléttusjúkdómar, svo sem rauðir
úlfar, finnast í auknum mæli hjá sjúklingum
með skort á þáttum klassíska ferils
komplímentkerfisins (6-8). Rannsóknir hafa
staðfest að klassíski ferillinn á mikilvægan