Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1992, Page 25

Læknablaðið - 15.10.1992, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 333 P<0.0001 PIP (AU) 130 120 110 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 P<0.0001 • •• • ••• • • • • • • •• • • • • •• • • • • • Blóðgjafar n = 103 Herslismein n = 18 Sjúklingar meö iktsýki n = 30 Mynd 1. PIP virkni hjá blóðgjöfum, sjúklingum með herslismein og sjúklingum með iktsýki. Neðri viðmiðunarmörk PIP prófsins eru sýnd með brotalínu. mótefnafléttur eiga í meingerð sjúkdómsins (11,12). Nýlegar rannsóknir sýna tengsl á milli herslismeins og erfðavísis fyrir C4A, þar sem óeðlilega margir sjúklinganna hafa skerta framleiðslu á þessum komplímentþætti. Þannig tengist sjúkdómurinn C4AQ0 geninu (4,5), en komplímentþátturinn C4A er talinn mikilvægur við að halda mótefnafléttum á floti. Hins vegar vegur C4B þátturinn þyngra í virkni komplímentkerfisins til að sundra rauðum blóðkomum (13). Lítil PIP virkni hjá sjúklingum með herslismein samrýmist því, að þessir sjúklingar meðhöndla ekki mótefnafléttur á eðlilegan hátt, þannig að þær hafa tilhneigingu til að falla út í vefjum og valda bólgusvörun líkt og gerist í rauðum úlfum og öðrum skyldum sjúkdómum, þar sem vitað er að mótefnafléttur eiga þátt í meingerð sjúkdómsins (14). Þessi lága PIP virkni herslismeinssjúklinga skýrist varla af óeðlilegri eyðingu komplímentþátta, þar sem engin fylgni var á milli PIP gilda og C3d magns í sermi þeirra. Þetta gæti komið heim við það sem sýnt hefur verið fram á nýlega, að mótefnafléttur eru sjaldan fyrir hendi í sermi sjúklinga með herslismein (11), en það gæti skýrst af því að mótefnafléttur hafi óeðlilega tilhneigingu til að falla út í PIP (AU) 100 80 60 40 20 Mynd 2. Dreifmg PIP gilda miðað við C3d í sjúklingum með herslismein. vefi sjúklinga með herslismein. Tilhneiging sjúklinga með dreift herslismein til að hafa lægra PIP gildi gæti endurspeglað minni getu þessara sjúklinga til að halda mótefnafléttum á floti og þar með útbreiddari sjúkdóm.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.