Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1992, Page 34

Læknablaðið - 15.10.1992, Page 34
RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður LANDSPITALINN BÆKLUNAR- LÆKNINGADEILD SÉRFRÆÐINGUR í BÆKLUNARSKURÐLÆKNINGUM Laus er til umsóknar staða sérfræðings (75%) í bæklunarskurðlækningum við bæklunarlækningadeild Landspítalans. Þess er sérstaklega óskað að umsækjandi hafi sérþekkingu í handaskurðlækningum. Staðan er laus frá 1. janúar 1993. Um- sækjandi skal hafa sérfræðiviðurkenningu í bæði bæklunarskurðlækningum og handaskurðlækningum. Umsóknum skal fylgja greinargerð um nám og fyrri störf (Curriculum Vitae) ásamt upplýsingum um vísindalegar rannsóknir og ritskrár. Umsóknir sendist Stjómar- nefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík fyrir 1. nóvember 1992. Nánari upplýsingar veitir Dr. Halldór Jónsson Jr, yfirlæknir. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknarstarfsemi. Okkur er annt um velferð allra þeirra sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekk- ingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. \ 3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.