Læknablaðið - 15.10.1992, Side 38
344
LÆKNABLAÐIÐ
Table IV. RF isotype patterns in seropositive RA
patients and non-RA subjects.
Non-RA RA
(n=109) (n=26)
RF elevation (%> (%)
IgM RF only .. (34.9) (3.8)
IgG RF only .. (4.6) (7.7)
IgA RF only .. (16.5) (0.0)
IgM + IgG RF .. (1.8) (0.0)
IgM + IgA RF .. (26.6) (46.2)
IgG + IgA RF •• (3.7) (11.5)
IgM + IgG + IgA RF. .. (11.9) (30.8)
Table V. Prevalence of RF isotype elevations in
seropositive RA patients and non -RA subjects.
Non-RA RA
(n=109) <n=26)
RF isotypes (%) (%) Significance
IgM RF elevated .... (75.2) (80.8) N.S.
IgG RF elevated .... (22.0) (50.0) P=0.0040
IgA RF elevated (58.7) (88.5) P=0.0044
höfðu hækkaða gigtarþætti árið 1987 voru,
eins og áður segir, 26 (19,3%) með iktsýki en
109 (80,7%) ekki. Meirihluti (56,0%) þessara
RF jákvæðu einstaklinga, sem ekki voru með
iktsýki, höfðu aðeins eina RF gerð hækkaða
samanborið við 11,5% iktsjúkra. Yfirgnæfandi
hluti sjúklinga með iktsýki (77,0%) greindist
hins vegar með hækkun á bæði IgM RF og
IgA RF, með eða án IgG RF hækkunar (tafla
IV). Tafla V sýnir að hækkun á IgM RF
virðist ekki vera sérkennandi fyrir iktsýki en
hins vegar voru IgG RF og IgA RF marktækt
oftar hækkaðir í sjúklingum með iktsýki borið
saman við þá sem ekki höfðu iktsýki.
Algengi iktsýki: Af 194 einstaklingum sem
höfðu eðlilegt magn allra gigtarþátta voru
sjö (3,6%) með iktsýki samanborið við 26
(19,3%) af þeim 135 sem voru með einhvem
gigtarþátt hækkaðan (P=0,0001). Mynd 2 sýnir
algengi iktsýki í tengslum við magn af IgM,
IgG og IgA RF. Þar kemur fram að stærri
hluti einstaklinga með hækkun á IgG RF eða
IgA RF hafði iktsýki borið saman við þá sem
höfðu hækkun á IgM RF. Algengi iktsýki
fór vaxandi með auknu magni IgM RF en þó
einkum IgA RF.
Þegar athugað var samband milli iktsýki og
fjölda gigtarþátta sem hækkaðir voru kom í
ljós að algengi iktsýki var langhæst ef tvær
eða þrjár gerðir gigtarþátta voru hækkaðar
(tafla VI, mynd 3). Hins vegar var lítill munur
á tíðni iktsýki í þeim sem höfðu eðlilegt magn
gigtarþátta og hinum sem höfðu eina gerð
hækkaða (3,6% : 4,7%).
RF liœkkun og áhœtta á að fá iktsýki:
Samkvæmt spumingalista Hjartavemdar
höfðu 197 (59,9%) einstaklingar af 329
engin einkenni frá liðamótum þegar þeir
komu til skoðunar á árabilinu 1974 til
1983. Rannsókn á blóðsýnum frá þeim
RA (%)
□ RF neg. B RF >50 AU/ml
■ RF >25 AU/ml ■ RF >75 AU/ml
Fig. 2. Prevalence of rheumatoid arthritis in relation to
the levels of IgM, IgG and IgA RF. Upper limit of normal
was 25 AUIml for all RF isotypes.
RA (%)
RF not IgM RF IgM + IgM+lgG
elevated only IgA RF +lgA RF
(n=194) (n=39) (n=41) (n=21)
RF elevations
Fig. 3. Prevalence of rheumatoid arthritis in relation to
RF isotype patterns.