Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 6
176 LÆKNABLAÐIÐ farnir. Við fórum einnig til Grikklands og rannsökuðum fórnarlömb pyntinga þar til þess að reyna að gera okkur grein fyrir eðli pyntinga og hvernig hægt væri að bregðast við afleiðingunum. Þegar við höfðum rannsakað fyrstu 15 fórnarlömbin bárum við saman bækur okkar. Það var einkum þrennt sem koin okkur á óvart. AFLEIÐINGAR OG MARKMIÐ PYNTINGA I fyrsta lagi eru afleiðingar pyntinga ekki einungis líkamlepar. Sálrænu afleiðingarnar eru langverstar. 1 dag vitum við öllu nteira en við gerðum í upphafi, ekki síst um sálrænar afleiðingar pyntinga. Við komumst að því að fórnarlömb pyntinga gátu ekki munað, ekki lært neitt nýtt, voru hrædd, fengu martraðir, voru þunglynd, fannst sem eigin persónuleiki hefði breyst. Þau fengu gjarnan höfuðverk, miklir erfiðleikar voru í sambandi við kynlíf, smán og sektarkennd voru yfirþyrmandi og sjálfsálitið afskaplega lítið. Þetta var það fyrsta sem við komumst að. Annað sem kom okkur á óvart var það, að markmiðið með pyntingum er ekki að fá upplýsingar. Raunverulegt markmið er að brjóta niður sjálfsvitund og persónuleika einstaklinga. Hverja skal brjóta niður leiðir okkur að þriðja atriðinu sem kom okkur á óvart. FÓRNARLÖMBIN ERU ANDSTÆÐINGAR EINRÆÐIS Þau sem verða fyrir pyntingum eru yfirleitt einstaklingar sem hafa barist fyrir betra samfélagi. Þar má nefna verkalýðsleiðtoga og aðra sent unnið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar, stúdentaleiðtoga, baráttumenn fyrir mannréttindum, stjórnmálamenn, einstaklinga úr þjóðernisminnihlutum og duglega blaðamenn. Þetta er hópurinn sem verður fyrir pyntingum, hópurinn sem hægt er að tala um sem leiðtoga í samfélaginu, fólk sem vill styrkja og styðja lýðræði, fólk sem er á móti einræði. Fram til þessa höfum við haft fólk frá 45 löndum til meðferðar hér í endurhæfingarstöðinni og það liggur ljóst fyrir að það eru þessir sterku einstaklingar sem eru Sáttmáli gegn pyntingum og annarri grimmdarlegri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu Grein 10 1. Sérhverí aðildarríki tryggi að kennsla og upplýsingar um hann við pyntingum séu að fullu felldar inn í þjálfun löggceslumanna, borgaralegra eða í herjum, heilbrigðisstarfsmanna, opinberra starfsmanna og annarra þeirra sem geta átt aðild að gœslu, yfirheyrslu eða meðferð sérhvers einstaklings sem þolir hvers konar handtöku, varðhald eða fangelsun. 2. Sérhvert aðildarríki felli þetta bann í reglur eða fyrirmœli sem gefin eru um skyldur og starf allra ofangreindra. Samþykkt AHsherjarþings Sameinuðu þjóðanna f'rá 10. desember 1984 pyntaðir, það eru þeir sem menn vilja brjóta niður og senda síðan niðurbrotna til baka í sitt félagslega umhverfi. Þar er komin manneskja sem áður var sterk, hvort heldur um er að ræða stjórnmáiamann, stúdentaleiðtoga eða einhvern annan, en getur nú ekki höndlað líf sitt, ræður ekki við daglegt líf og líður skelfilega. Það bitnar á fjölskyldunni, það bitnar á vinunum, það bitnar á öllum í umhverfinu og viðbrögð annarra verða: Við viljuin ekki lenda í þessu, við viljum ekki enda eins og þessi einstaklingur. RÍKISSTJÓRNARPYNTINGAR A þennan hátt er unnt að skapa hræðslu og kúgun í samfélaginu og það er gert. Það er gert í dag um allan heim. Þetta er það sem við nefnum ríkisstjórnarpyntingar. Það er mikilvægt að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og segja ríkisstjórnarpyntingar, af því að það eru ríkisstjórnir sem standa að baki pyntingunum, það eru ríkisstjórnir sem stjórna og leyfa að pyntingum sé beitt. Það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.