Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 12
182
LÆKNABLAÐIÐ
fer ástandið að skána. Margir skjólstæðinga
okkar treysta okkur ekki heldur. Böðlar þeirra
klifuðu á: »Þú getur aldrei orðið eðlileg(ur)
aftur, þú getur aldrei talað um það sem við
höfum gert þér, ef þú ferð á stað eins og RCT
þá er þarfólk í tengslum við CIA eða KGB
(á meðan það var og hét). Þú getur engum
treyst.« Böðlarnir senda skjólstæðingum okkar
líka bréf og spyrja hvort þeir hafi talað við
CIA á meðan þeir voru hér. Þetta er mjög
erfitt. Meðal annars vegna þessa reynum við
til dæmis alltaf að nota danska túlka þar sem
því verður við komið.
Við verðum líka að hugsa um starfsfólk
okkar og vernda það, til dæmis með því að
hafa ekki of marga skjólstæðinga, vera ekki
meira en 20 tíma á viku í beinu sambandi við
skjólstæðinga, því að þetta er erfið vinna. Það
er ekki hægt að leggja á nokkra manneskju
að sitja kannski í 40 tíma og hlusta á þær
hryllilegu pyntingaaðferðir sem um er að
ræða, foreldrum er misþyrmt og nauðgað
að börnum sínum viðstöddum, börnum er
misþyrmt og nauðgað fyrir framan foreldra
sína. Ég skal að öðru leyti hlífa þér við
að nefna dæmi. Starfsfólk okkar fær því
handleiðslu til þess að geta sinnt störfum
sínum áfram.
ÞÁTTTAKA LÆKNA í PYNTINGUM
Það var áfall fyrir okkur að komast að því
að læknar tækju beinan og óbeinan þátt í
pyntingum, en það er mjög mikilvægt að
draga slíkt fram í dagsljósið.
í minni menntun fékk ég að sjálfsögðu
að vita um ýmislegt sem gerðist í seinni
heimsstyrjöldinni, við vissum að nasistalæknar
og í raun og veru allt þýska Iæknasamfélagið
var meira og minna flækt í voðaverk nasista.
Einnig að ekkert uppgjör átti sér stað eftir
seinni heimsstyrjöldina við þá lækna sem
tóku þátt í hryllingnum. I bamaskap okkar
héldum við að þetta væri alveg sérstakt fyrir
Þýskaland og vissulega var það líka svo á
margan hátt vegna þess að þeir drápu svo
marga. Hryllingurinn var stofnanagerður og
nútímatækni var beitt til þess að útrýma fólki.
Reyndar vissum við alltaf að til væru
læknaböðlar en í mörg ár álitum við
vandamálið einstaklingsbundið, það væru
alltaf til einhverjir brenglaðir einstaklingar.
En að því kom að við urðum að taka á þessu
máli og það gerði fyrstur læknirinn Ole Vedel
Rasmussen. Hann fór yfir rannsóknir á 200
fórnarlömbum pyntinga, í 40 tilfellum var
að finna lýsingar á því að læknir/læknar
hefðu tekið þátt í pyntingunum. En þetta voru
beinar lýsingar skjólstæðinga okkar án þess
að skipulega væri spurt. Eftir þetta fórum við
að spyrja sérstaklega um mögulega þátttöku
lækna í pyntingum og af skjólstæðingum
okkar hér í endurhæfingastöðinni svaraði
helmingurinn því játandi að læknir/læknar
hefðu tekið þátt í pyntingum.
Þetta virðist eiga sér stað um allan heim.
Þetta er vissulega víðtækara eftir því sem
læknar eru fleiri. Fleiri læknar taka til
dæmis þátt í pyntingum í Argentínu, Chile,
Urugay, Filippseyjum, Pakistan og Tyrklandi
heldur en í Uganda. Við fengum staðfest
hjá öðrum endurhæfingarstöðvum að fjöldi
Picana. Kona pyntuð með
rafmagni. Pyntingamar eru undir
eftirliti lœknis.