Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 14
184
LÆKNABLAÐIÐ
til að skapa sjálfsásökun og sektarkennd hjá
þeim sem lifa af. En það mega ekki deyja
of margir, það verður lika að vera hægt að
senda einstaklingana niðurbrotna til baka á
heimaslóðir og sýna hvers konar rekald áður
sterkur og stoltur einstaklingur er orðinn. Það
er markmið pyntinganna. Þetta er skelfilegt, en
afar áhrifaríkt. Hið jákvæða er að við getum
hjálpað og eigum að hjálpa, á því verðum við
að hamra án afláts, en til þess þörfnumst við
peninga og á því verðum við einnig að hamra.
ÞAÐ SEM EKKI VERÐUR LITIÐ
FRAMHJÁ
Það er starfslegt vandamál lækna,
hjúkrunarfræðinga og annars
heilbrigðisstarfsfólks að pyntingum er
beitt, við verðum að líta þannig á hreint
læknisfræðilega og siðfræðilega. I dag er
unnið að því að færa þessa vitneskju inn
í læknisfræðinámið; gera verðandi lækna
meðvitaða þannig að þeir viti hvað pyntingar
eru. Enn er ekki nóg gert við uppfræðslu
læknastúdenta, en við reynum að auka
umræðuna. I Argentínu hafa menn einnig
reynt að taka upp umræðu um pyntingar í
læknadeildum. En það er ekki heldur nóg.
Það verður einnig að taka upp kennslu í
lagadeildum.
Við höfum sönnunargögn í dag sem
ekki er unnt að véfengja. Við vitum
hvar ríkisstjórnarpyntingar eiga sér stað,
við höfum farið til ríkisstjórnarinnar og
stjórnmálamannanna í Danmörku og bent
þeim á það, ekki síst ef verið er að koma á
einhvers konar sambandi við viðkomandi ríki.
Mörgum er auðveldara að láta hlutina framhjá
sér fara en berjast gegn. Fólk vílaði ekki fyrir
sér að fara til Spánar og Portúgal á meðan
pyntingar voru þar daglegt brauð. Á hverju ári
ferðast ríflega 30 þúsund Danir til Tyrklands
þar sem pyntingar eru skipulega stundaðar.
Ef sérhver þessara 30 þúsunda gæfi þó ekki
væri nema 100 kr. til okkar þá gætum við
hjálpað fjölda manns sem hafa verið pyntaðir
í Tyrklandi. I raun ætti að birta daglega
lista í dagblöðum yfir þau lönd þar sem
ríkisstjórnarpyntingar viðgangast. Danir hrækja
á fólk frá Arabalöndum og víðar, þeim er
hent í rennusteininn og sparkað í þá, troðist
fram fyrir þá og þeim sýnd fyrirlitning. Þetta
er oft á tíðum fólk sem Saddam Hussein
lét pynta, þess vegna flúðu þau, þau vildu
lýðræðisþróun. I stað svívirðinga ættum við
að reyna að brosa aðeins til þeirra.
AÐ RJÚFA ÞÖGNINA
Það er mikilvægt að vinna að bættu umhverfi
og félagslegum umbótum, en einmitt þau sem
fremst standa í slíku er oftast pyntuð, þannig
er hjálp til hinna pyntuðu lóð á vogarskálar
betra samfélags. Þar sem ríkisstjórnarpyntingar
viðgangast eru vissulega fleiri pyntaðir en við
höfum rætt mest um, venjulegir glæpamenn og
aðrir sem handteknir eru. En takist að hjálpa
þeim sem gegna einhvers konar leiðandi
hlutverki þá rnunu þau að sjálfsögðu vinna
gegn öllum pyntingum.
Við verðum að tala uin pyntingar, það er
næstum eins og pyntingar séu sveipaðar
goðsögn sem ekki má ræða. Þau sem fyrir
þeim hafa orðið óska ekki eftir að ræða
um pyntingar og allt verður þögult. En við
verðum að svipta goðsagnarhulunni í burtu
vegna fórnarlambanna, vegna skjólstæðinga
okkar, vegna lýðræðisins, vegna vonar um
betri heim, eins og við höfum gert hér, þannig
að heyrist um allan heim.