Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 18
188 LÆKNABLAÐIÐ Ratio % Age groups ---- 45-64 Period — 0-19 ----65-79 —20-44 • • • • 80+ Fig. 5. Rcilio of cancer morlality rates in Iceland 1955- 1959. Reference (100%) is incidence rates in 1955-1959. Males according to ftve age grottps. Ratio % Age groups ----- 45-64 Period - 0-19 ----- 65-79 -•—•- 20-44 • • • • 80+ Fig. 6. Ratio of cancer mortality rates in lceland 1955- 1959. Reference (100%) is incidence rates in 1955-1959. Females according to five age groups. meðalaldri en karlar. Til samanburðar sést dánartíðnin af völdum krabbameina. Myndir 3 og 4, ásamt töflu III, sýna breytingar á nýgengihlutfalli eftir aldurshópum. Fyrri myndin sýnir breytingar hjá körlum og sú seinni hjá konum. A báðum myndunum er tíðnin í hverjum aldurshóp sýnd á hverju fimm ára tímabili sem hundraðshlutfall af nýgengihlutfallinu 1955-1959. Hjá körlum hefur nýgengihlutfall hækkað marktækt í öllum aldurshópum nema þeim yngsta, 0-19 ára, þar hefur orðið lítils háttar lækkun. I aldurshópnum 45-64 ára hefur aukningin verið óregluleg, það er að segja lækkun fyrst í stað en síðan hækkun (p<0,05). Meðal kvenna hefur nýgengihlutfall aukist marktækt í aldurshópunum milli 20 og 79 ára en í elsta og yngsta aldurshópnum var aukningin ekki marktæk. Um marktækt mismunandi hraðan vöxt er að ræða í flestum aldurshópum. Dánartíðnin eftir aldurshópum er sýnd á sama hátt í töflu IV og mynd 5 fyrir karla og mynd 6 fyrir konur. Hjá körlum er lækkun í yngsta aldurshópnum og aldurshópnum 45- 64 ára og er hún marktæk (p<0,001). I elsta aldurshópnum er hækkun og er hún marktæk (p<0,001). í aldurshópnum 65-79 ára er um marktækar óreglulegar breytingar að ræða, fyrst lækkun en síðan hækkun. Breytingarnar í aldursflokknum 20-44 ára eru óverulegar. Hjá konum er lækkun á dánartíðni í tveimur yngstu aldurshópunum sem er marktæk. I elsta aldurshópnum er um hækkun að ræða en hún er ekki marktæk. I aldurshópunum 45-64 ára og 65-79 ára eru breytingarnar óverulegar. Mismunur á breytingahraða er ekki marktækur. Til að finna heildarbreytingar í dánartíðni á athugunartímabilinu var beitt línulegri aðfallsgreiningu. Hjá körlum lækkaði dánartíðnin um 5% en breytingarnar voru mismiklar eftir aldurshópum. I yngsta aldurshópnum var lækkunin 68%, í næstyngsta 20%, í aldurshópnum 45-64 ára 25%. í næstelsta aldurshópnum varð hins vegar hækkun á dánartíðni um 6% og í elsta aldurshópnum um 46%. Hjá konum varð 10% lækkun á dánartíðni og var skiptingin þannig eftir aldurshópum að í yngsta hópnum varð lækkun um 60%, þá 27%, síðan 11%. í næst elsta aldurshópnum, 65-79 ára, varð lækkunin 5% en hækkun um 6% í elsta aldurshópnum. UMRÆÐA A þeim 35 árum sem rannsóknin náði til var um verulega aukningu að ræða í fjölda nýgreindra krabbameina á ári (töflur I og III) í öllum aldurshópum nema þeim yngsta, 0-19 ára. Þar hafa breytingarnar ekki verið marktækar. Lítill munur var milli kynja hvað þetta varðar. Krabbamein hjá börnum er oft talið hafa aðrar orsakir en krabbamein hjá öðrum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.