Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Síða 19

Læknablaðið - 15.05.1993, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 189 aldurshópum. Óhætt er að gera ráð fyrir að breytingar í umhverfinu hafi áhrif á nýgengihlutfall krabbameina. Hægt er að draga þá ályktun að umhverfisþættir skipti þó minna máli í orsökum krabbameina hjá börnum og meðal ungs fólks en hjá öðrum aldurshópum. Fjöldi krabbameinstilfella eykst meðal annars vegna fjölgunar þjóðarinnar og breytinga á aldursskiptingu hennar, en með aldursstöðlun hefur áhrifum þessara þátta verið eytt að mestu (tafla III). En eins og fram kemur í niðurstöðum hefur nýgengihlutfall hækkað marktækt hjá báðum kynjum á athugunartímabilinu, þó svo tekið hafi verið tillit til beggja þessara þátta. Þessi hækkun á nýgengihlutfalli er mjög breytileg eftir aldri. Hjá körlum var aukningin mest í aldursflokknum 20-44 ára og 65-79 ára og síðan elsta aldurshópnum. Hjá konum hækkar nýgengihlutfall í öllum aldurshópum, þó ekki séu marktækar breytingar í elsta aldurshópnum. Hækkunin var mest í aldurshópnum 20-44 ára. Nýgengihækkunin í þessum aldurshóp hjá báðum kynjum er eftirtektarverð og væri ástæða til að skoða hvaða krabbamein hafa þarna mest áhrif. Breytingar á nýgengihlutfalli síðustu áratugi benda til þess að áhættuþættir í umhverfi okkar hafi aukist, þó með talsvert mismunandi afleiðingum eftir kyni og aldri. Dánartíðnin hefur lækkað á athugunartímabilinu, meira hjá konum en körlum (mynd I). I yngsta aldurshópnum hefur dánartíðnin lækkað um meira en helming hjá báðum kynjum. I grein Júlíusar Sigurjónssonar (3) um þróun í heildardánartíðni af völdum krabbameina á íslandi frá 1920 til 1960 kemur fram hækkun í yngsta aldurshópnum, yngri en 25 ára. Þessi þróun hefur því greinilega snúist við á síðustu áratugum. Dánartíðni karla lækkaði á fyrri hluta athugunartímabilsins. Þar hefur líklega haft mest áhrif lækkun á dánartíðni vegna magakrabbameins, en síðar veróur mikil aukning í dánartíðni vegna lungnakrabbameins, sem meðal annars veldur því að dánartíðnin hækkar aftur. Hjá konum sést ekki sama hækkun á dánartíðni síðasta áratuginn og hjá körlum. Á síðustu árum hefur ntikið verið skrifað um dánartíðni vegna krabbameina. Samkvæmt Bailar og Smith (4) hækkaði dánartíðni af völdum krabbameina í Bandaríkjunum á tímabilinu 1950-1982. Að þeirra mati var dánartíðni sá þáttur sem best endurspeglaði árangurinn í baráttunni gegn krabbameinum. Niðurstaða þeirra var því sú, að þrátt fyrir áratuga rannsóknir og ómældan kostnað við að reyna að bæta meðferð á krabbameinum hefði það litlu skilað hvað varðar lækningu fleiri einstaklinga og fækkun dauðsfalla. Þessar niðurstöður vöktu mikla athygli og urðu margir til að andmæla þeim. Það var helst tvennt sem var gagnrýnt í niðurstöðum þeirra. í fyrsta lagi að í lok athugunartímabilsins væri meiri áhersla lögð á greiningu krabbameina hjá eldri einstaklingum en í upphafi. I öðru lagi væri of snemmt að meta áhrif lyfjameðferðar á dánarlíkur krabbameinsjúklinga, en lyfjameðferð var ekki beitt að marki fyrr en eftir 1975, og sem dæmi má nefna sjúklinga með brjóstakrabbamein. Richard Doll (5) birti árið 1990 grein um þróun í dánartíðni vegna krabbameina á tímabilinu 1959-1987 í nokkrum Evrópulöndum og hafði dánartíðni meðal karla hækkað í þeim öllum (Svíþjóð, Irlandi, Þýskalandi, Italíu, Englandi, Frakklandi og Ungverjalandi). Aftur á móti hafði dánartíðni aðeins lækkað frá 1980 bæði í Englandi og Svíþjóð. Meðal kvenna í þessum löndum var ástandið öðruvísi. Þar hafði dánartíðnin hækkað í fjórum löndum en lækkað í þremur, það er Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð. Doll er á sama máli og Bailar og Smith hvað varðar þá staðhæfingu að dánartíðni sé betri mælikvarði en nýgengihlutfall til að meta árangur í baráttunni við krabbamein. Hann heldur því aftur á móti fram að með því að athuga þróunina í öllum aldursflokkum saman fáist ekki rétt mynd af ástandinu heldur verði að skipta sjúklingum niður í grófa aldurshópa. Hann notar dánartíðni frá Englandi og Wales til skýringar. Doll setur fram sömu skiptingu og gert er í þessari grein nema að elsta aldurshópnum 65 ára og eldri er hér skipt í tvennt. Meðal karla fær Doll fram lækkun á dánartíðni í öllum aldurshópum undir 65 ára. Meðal kvenna hefur dánartíðnin lækkað hjá konum yngri en 45 ára en hækkað í eldri aldurshópunum. Kransæðasjúkdómar eru enn algengasta

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.