Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ
197
UMRÆÐA
1 grein birtri 1970 er farið yfir 304 dauðsföll
hjá sjúklingum með CoA sem ekki höfðu
farið í aðgerð (2). Meðalaldur við dauða hjá
þessum hópi er 34 ár. Þegar aðgerðir hefjast
verða menn mjög bjartsýnir á að lækning hafi
þar með fundist (17), en lífslíkur sjúklinga
með CoA eru enn lakari en hjá heilbrigðum.
Sjúklingar sem gangast undir aðgerð vegna
CoA hafa jafnframt hærri tíðni á ýmsum
sjúkdómum sem líta iná á sem afleiðingu af
þrengslunum (3-12).
Jákvœður blóðþrýstingsstigull: Niðurstöður
okkar styðja áður birtar niðurstöður um það að
áreynslubundinn háþrýstingur og viðvarandi
blóðþrýstingsmunur milli efri og neðri útlima
(jákvæður blóðþrýstingsstigull) séu vandamál
hjá allnokkrum hluta þeirra sjúklinga með
CoA sem taldir hafa verið læknaðir eftir
aðgerð (3-12,18,19). Þrátt fyrir að okkar
sjúklingar telji sig heilbrigða reyndust 18,5%
með jákvæðan blóðþrýstingsstigul >10
mmHg í hvíld. Eftir áreynslu reyndust 33%
með stigul >10 mmHg. Þetta er nokkuð
hátt hlutfall en samrýmist þó vel erlendum
niðurstöðum. Þannig fær Daniels et al (14)
42% með viðvarandi blóðþrýstingsstigul og
Kaplan et al (11) 28%. Allir sjúklingarnir
í okkar rannsókn sem mældust með háan
stigul í hvíld voru áfram með stigul > 10
mmHg eftir áreynslu. Níu einstaklingar höfðu
stigul >10 mmHg eftir áreynslu, fjórir úr
hópi A (28,6%) og fimm úr hópi B (38,4%).
Þessir sjúklingar teljast með endurþrengsli
samkvæmt erlendum skilmerkjum (3,20), og
er tíðni þeirra svipuð hvort sem sjúklingur
fer í aðgerð fyrir eða eftir eins árs aldur.
Þetta samrýmist ekki niðurstöðum Williams
et al (21) er fær aukna tíðni endurþrengsla
hjá þeim sem fara mjög ungir í aðgerð. 1
okkar rannsókn verður marktæk aukning
á blóðþrýstingsstiglinum við áreynslu hjá
sjúklingunum (p=0,03). Þar sem áreynsla
eykur útflæði hjartans þarf ósæðin að vera
eftirgefanleg eigi þrýstingurinn að haldast
óbreyttur með vaxandi útflæði. Það er
hún hins vegar ekki hjá sjúklingum sem
gengist hafa undir aðgerð vegna CoA og því
eykst blóðþrýstingur framan við þrengslin
og þrýstingsfallið yfir þau verður meira.
Því er það skoðun okkar að greina megi
vægari endurþrengsli með því að mæla
blóðþrýstingsstigulinn eftir áreynslu. Má taka
sem dæmi sjúkling í okkar rannsókn sem
mældist ekki með blóðþrýstingsstigul í hvíld
en hafði hins vegar stigul upp á 23 mmHg
eftir áreynslu. Þessi sjúklingur (12 ára stúlka,
skorin upp innan við eins árs) reyndist einnig
hafa talsverða hækkun á slagbilsþrýstingi við
áreynslu og mældist hann hæstur 170 mmHg.
Sjúklingnum verður fylgt mjög náið eftir til að
sjá hvort blóðþrýstingsstigull aukist hjá honum
í framtíðinni og hvort hann hafi vaxandi
háþrýsting. Þannig er grunur vaknaður um
hugsanleg endurþrengsli hjá þessum sjúkling
og verður meðferð hafin ef ástæða þykir til.
Þol: Enginn munur reyndist á þoli sjúklinga
og heilbrigðra einstaklinga í rannsókn
okkar. Við teljum okkar úthaldstölur vel
sambærilegar við erlendar niðurstöður (16).
Talsverður hluti okkar sjúklinga reyndist
með óeðlilega blóðþrýstingssvörun við
áreynslu og þriðjungur var með merki um
endurþrengsli. Þessir sjúklingar hafa hins
vegar alveg eðlilegt úthald og þvf ekki hægt
að merkja, að sjúkdómseinkenni sem við
mælum, trufli sjúklingana við athafnir daglegs
lífs. Meðalaldur einstaklinganna í rannsókn
okkar var lágur og tímalengd frá aðgerð þar
af leiðandi ekki nægilega mikil. Aðalgildi
þessara mælinga mun því trúlega koma í
ljós síðar, þegar sami sjúklingahópur verður
endurmetinn.
Hjartsláttarhraði: Breyting á hjartsláttarhraða
við áreynslu var sambærileg hjá sjúklingum
og heilbrigðum einstaklingum í rannsókn
okkar. Sýnt hefur verið fram á fylgni
milli hjartsláttarhraða í lok annars þreps
áreynsluprófsins og úthalds (16). Þessi fylgni
kom fram bæði hjá sjúklingunum (r=0,66
p=0,0002) og samanburðarhópnum (r=0,78
p=0,0001). Hraðaviðbrögð hjartans við
áreynslu voru þannig svipuð hjá sjúklingunum
og þeim heilbrigðu. Því er ekki hægt að
segja að hraður hjartsláttur sé hluti af
sjúkdómsmynd þeirri sem fram kemur við
endurþrengsli.
Eini munurinn sem við greindum er hjá þeim
hluta sjúklinganna sem skorinn var upp eftir
eins árs aldur (hópur B). Þar eru sjúklingarnir
lengur að ná sínum hvíldarhjartsláttarhraða
eftir að áreynslu lýkur heldur en bæði
einstaklingamir í samanburðarhópnum og
sá hluti sjúklinganna sem fór í aðgerð fyrir
eins árs (hópur A). Við lítum á það sem