Læknablaðið - 15.05.1993, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 201-5
201
Adolf Þráinsson1), ReynirTómas Geirsson2), María Hreinsdóttir2), Sigrún Arnardóttir2),
Sæmundur Guðmundsson2 3)
ÓMSKOÐUN LEGS OG BLÆÐINGAR í
SÆNGURLEGU
ÁGRIP
Tilgangur: I sængurlegu er ómskoðun
notuð til að athuga hvort fylgjuleifar eða
merki unt blóðhlaup sjáist í leginu. Til að fá
vitneskju urn eðlilega stærð og útlit legs hjá
sængurkonum var gerð framsýn athugun á
legi með ómskoðun, en algengi og einkenni
blæðingavandamála í sængurlegu voru metin
með aftursýnni athugun á innlögnum eftir
fæðingu.
Efniviður: Af konum sem fæddu á árinu
1991 á Kvennadeildinni voru 1,6% með
grun um fylgjuleifar eða blóðhlaup í legi.
Tíðni aðgerða, ómskoðana og einkenni í
þessum tilvikum voru athuguð. Framsýna
rannsóknin var gerð á fimmta og 14. degi eftir
fæðingu hjá 40 heilbrigðum konum. Leg var
mælt í þremur víddunt og rúmmál legs og
rúmmálsbreyting reiknuð.
Niðurstöður: Flestar þeirra kvenna þar sem
grunur vaknaði um óeðlilegt innihald í legi
fóru í útskaf (79%). Vefjagreining var gerð
hjá 17 konum og 14 reyndust vera með
fylgjuleifar. Hjá heilbrigðu konunum varð
marktæk minnkun á stærð legs frá fyrri
að seinni mælingu (p<0,0001). Breyting á
rúmmáli nam að meðaltali 443 ml (bil 154-
833 ntl). Ekki var munur á legstærð hjá frum-
og fjölbyrjum. I 34 tilvikum virtist leghol vera
tómt á fimmta degi, en hjá fjórum konum var
ómsnautt innihald í legi og í tveimur ómþétt.
Hjá 12 konunt sást ómsnautt innihald á 14.
degi en ekki við fyrri skoðunina. Ekki var
marktækur munur á rúmmáli legs á 14. degi
hjá þeim konum, þar sem innihald var í legi
(M 330 ml, SF 84,5 ml) og þar sem það var
ekki (M 296 ml, SF 84,5 ml).
Ályktun: Blæðing frá legi í sængurlegu er
algengt vandamál, en þó innihald sjáist í
Frá ') Háskóla íslands, 2) Kvennadeild Landspítalans, 3) All-
mánna Sjukhuset, Malmö, Svíþjóð. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Reynir T. Geirsson, dr.med., MRCOG, Kvennadeild Land-
spítalans, 101 Reykjavík.
legi við ómskoðun þarf sjúkdómsástand ekki
að vera til staðar. Ákvörðun unt það hvort
kona fer í aðgerð eða ekki á að byggjast
á klínísku mati, en ómskoðun getur veitt
viðbótarupplýsingar.
INNGANGUR
Stærð og útlit legs í sængurlegu hefur aðeins
verið athugað í takmörkuðum mæli með
ómskoðun. Omskoðunartækni hefur tekið
örum framförum á undanförnum árum og
ætti að geta veitt betri þekkingu á eðlilegu
og óeðlilegu útliti legs á sængurlegutíma
og aukið öryggi við greiningu sjúkdóma
í sængurlegu. Algengt er nú að konur séu
sendar í ómskoðun ef grunur leikur á að
fylgja eða belgir hafi ekki skilað sér að öllu
leyti við fæðingu eða ef blæðing verður á
sængurlegutíma. Oljóst getur verið hvernig
túlka eigi niðurstöður ómskoðunar, til
dæmis hvort konur með merki um blóðhlaup
(coagula) í legi þurfi að fara í aðgerð eða
ekki. Því virtist þörf á viðmiðunargildum fyrir
stærð legs og einnig útlit og þykkt innra borðs
legsins.
Til að fá betri vitneskju um eðlilega stærð,
útlit og innihald legs hjá heilbrigðum konum
í sængurlegu var gerð framsýn athugun á
legi með ómskoðun. Viðmiðunargildi voru
reiknuð. Jafnframt voru breytingar á stærð
legs athugaðar hjá frumbyrjum og fjölbyrjum,
en aftursýn athugun notuð til að meta algengi
og einkenni blæðinga í sængurlegu.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Samkvæmt sjúkdómsgreiningaskrám og skrám
aðgerðarstofa Kvennadeildar Landspítalans
voru fundnar allar konur með greiningarnar
»Retentio post partum« eða »Haemorrhagia
post partum« á árinu 1991 (n=48). Leitað
var upplýsinga um einkenni eftir fæðingu,
ómskoðanir, svo og ástæður innlagnar eða
útskafs í innlögn og vefjagreiningarniðurstöðu.
Jafnhliða var með ómskoðun gerð framsýn