Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1993, Page 40

Læknablaðið - 15.05.1993, Page 40
210 LÆKNABLAÐIÐ læknisfræðinnar hjá öllum aðildarríkjunum. Hið sama verður til dæmis ekki sagt um öldrunarlækningar og barnageðlækningar. REGLUR SAMNINGSINS UM EVRÓPSKT EFNAHAGSSVÆÐI UM GAGNKVÆMA VIÐURKENNINGU Á PRÓFSKÍRTEINUM, VOTTORÐUM OG ÖÐRUM VITNISBURÐI UM FORMLEGA MENNTUN OG HÆFI I III. hluta samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er fjallað um frjálsa fólksflutninga, frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsa fjármagnsflutninga. I 1. kafla hlutans er fjallað um launafólk og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Þar er í 30. gr. að finna ákvæði sambærilegt við 57. gr. Rs. Akvæðið er svohljóðandi: Til að auðvelda launþegum og sjálfstœtt staifandi einstaklingum að hefja og stunda starfsemi skulu samningsaðilar í samrœmi við VII. viðauka gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi gagnkvœma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hœfi, svo og samrœmingu ákvœða í lögum og stjórnsýslufyrirmœlum samningsaðila varðandi rétt launþega og sjálfstœtt starfandi einstaklinga til að hefja og stunda staifsemi. Ljóst er að 30. gr. EES-samningsins samsvarar 57. gr. Rs að öðru leyti en því að samningurinn tekur skýrt fram að ákvæði hans eigi jafnt við um sjálfstætt starfandi og launafólk. VII. viðauki um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi skiptist í þrjá hluta, inngang, gerðir sem vísað er til og gerðir sem samningsaðilar skulu taka mið af. I inngangi kemur fram, að þegar gerðirnar, sem viðaukinn vísar til, feli í sér hugmyndir eða vísi til málsmeðferðar, sem sé sérkennandi fyrir réttarreglur bandalagsins, gildi bókun eitt um altæka aðlögun nema kveðið sé á um annað í viðaukanum. Þetta þýðir að gerðir EB sem taldar eru upp í viðaukanum skulu gilda með þeim breytingum sem tilgreindar eru í viðaukanum. I viðaukanum eru taldar upp samtals 74 gerðir sem tjalla um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Fjölmargar þessara gerða hafa verið þýddar á íslensku og gefnar út. AFLEIÐINGAR ÁKVÆÐA EES- SAMNINGSINS UM GAGNKVÆMA VIÐURKENNINGU Á STARFSMENNTUN OG HÆFI, Á ÍSLENSKA LÖGGJÖF OG FRAMKVÆMD LEYFISVEITINGA Afleiðingar fyrir löggjöf: I ljósi reglna EES- samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi, þarf að gera ýmsar breytingar á íslenskri löggjöf, bæði lögum og reglugerðum. Margar þessara breytinga lúta að því að fella úr gildi skilyrði um íslenskt ríkisfang gagnvart leyfisveitingum ríkisborgara frá EES-svæðinu. I öðrum tilvikum þarf að rýmka ákvæði þannig að menntun í EES-landi verði jafngild menntun á Islandi. Loks þarf að breyta allmörgum lögum um heilbrigðisstéttir til að leyfi frá EES-landi verði jafngilt íslensku leyfi. Afleiðingar fyrir einstaklinga: Um árabil hafa Norðurlöndin verið sameiginlegur vinnumarkaður og er nýjasti samningurinn um það efni frá árinu 1982. Ein afleiðing þessa sameiginlega vinnumarkaðar Norðurlandanna er að löndin hafa þurft að endurskoða reglur sínar um viðurkenningu prófa og starfsréttinda. Vegna þessa hafa Norðurlöndin gert nokkra santninga um þetta efni. Hér má nefna Norðurlandasamning um viðurkenningu á starfsréttindum ákveðinna starfsstétta innan heilbrigðisþjónustunnar frá árinu 1981, samkomulag Norðurlandanna um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir almenna kennara (bekkjarkennara) í grunnskólum frá árinu 1982 og samning um norrænan vinnumarkað fólks með minnst þriggja ára æðri menntun sem veitir starfsréttindi frá 1990. Með samþykkt EES-samningsins göngum við skrefi lengra og gerumst aðilar að sameiginlegum vinnumarkaði 18 ríkja. Dæmi: Islenskur hjúkrunarfræðingur, sem fengið hefur viðurkenningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að starfa sent slíkur hér á landi hyggst flytjast til Þýskalands og starfa í starfsgrein sinni þar. Eins og málum er nú háttað, á hlutaðeigandi enga kröfu á því að íslenska hjúkrunarfræðileyfið verði viðurkennt af heilbrigðisyfirvöldum í Þýskalandi. Við synjun getur einstaklingurinn ekki leitað sér vinnu í Þýskalandi sem hjúkrunarfræðingur. Við gildistöku EES-samningsins getur hjúkrunarfræðingurinn snúið sér til þýskra

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.