Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Síða 41

Læknablaðið - 15.05.1993, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 211 heilbrigðisyfirvalda með sín íslensku skírteini um hjúkrunarleyfi. Þýsk heilbrigðisyfirvöld verða að staðfesta þessi leyfi og þar með opnast leið fyrir hlutaðeigandi til að sækja um vinnu sem hjúkrunarfræðingur eða hefja sjálfstæða starfsemi. Vilji viðkomandi starfa sem launamaður gefur staðfesting leyfisins vitaskuld enga tryggingu fyrir því að vinna fáist. Þessi íslenski hjúkrunarfræðingur yrði því að sætta sig við að vera hafnað og yrði þýskur hjúkrunarfræðingur með þýska menntun valinn. Sama gildir um þá útlendinga sem hingað kynnu að koma til að leita sér vinnu. Hafi þeir leyfi frá heimaríki sínu, til dæmis sem hjúkrunarfræðingar, þá verða íslensk heilbrigðisyfirvöld að staðfesta það leyfi, jafnvel þó hlutaðeigandi kunni ekki orð í íslensku. Það er hins vegar undir atvinnurekendum komið hvort slíkur hjúkrunarfræðingur fengi hér vinnu. Hér verður því að gera glöggan greinarmun á starfsleyfi annars vegar og að vinna fáist hins vegar. Eins og áður sagði gilda nokkuð aðrar reglur um þær starfsstéttir sem byggja gagnkvæma viðurkenningu á almennu tilskipuninni. I þeim tilvikum leggur lögbært stjórnvald í gistirrkinu mat á menntun hlutaðeigandi í hverju einstöku tilliti og getur sett skilyrði fyrir leyfisveitingu. Umsóknir um starfsleyfi á grundvelli almennu tilskipunarinnar þarf að afgreiða innan þriggja vikna þannig að umsækjandi þurfi ekki að velkjast í vafa um hvort hann fái skjöl sín frá heimaríkinu viðurkennd eða verði krafinn prófs eða viðbótarnáms. Sé starfsleyfi í heimaríki talið sambærilegt án viðbótar fær hlutaðeigandi útgefið starfsleyfi hér á landi til starfans sem sótt var um löggildingu á. HEIMILDIR 1. Stefánsson SM. Evrópuréttur. Reykjavík: Iðunn, 1991. 2. Molde J, Gulmann C, Jacobsen CB, Sörensen KH. EF- Kamov. Köbenhavn: Karnovs Forlag, 1991.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.