Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 6
434 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 434-5 Ritstjórnargrein Um atvinnusjúkdóma Flestir læknar mynda sér skoðun á því af hverju sjúklingur hefur veikst enda er það hluti af ástæðu þess að sjúklingur leitar til læknis. Að læknir hugleiði hvar og hvernig sjúklingur- inn sýktist er vanahugsun, til dæmis þegar um smitsjúkdóma er að ræða, en á einnig við um ofnæmissjúkdóma, lungnasjúkdóma, húðsjúk- dóma og fleiri sjúkdóma. Oft eru orsakir sjúk- leikans til umræðu í sjúkravitjunum og ýmist á læknir eða sjúklingur frumkvæði að þeim vangaveltum. Atvinnusjúkdómar eru sjúk- dómar sem rekja má til vinnuaðstæðna í víð- tækasta skilningi. Sumir halda því fram að þær aðstæður hafi maðurinn sjálfur skapað og ráði því yfir þeim og þess vegna sé hægt að koma í veg fyrir veikindi sem stafa af vinnunni. Þessar einfaldanir hafa kallað á að safnað sé upplýs- ingum um tíðni atvinnusjúkdóma og hvaða forvarnir séu mikilvægastar. Læknum er ætlað að greina atvinnusjúk- dóma. í menntun lækna er aðaláherslan lögð á greiningu og meðferð sjúkdóma og er hvort tveggja á ábyrgð lækna. Læknum ferst þetta yfirleitt vel úr hendi og njóta sjúklingarnir þess. Hvort sjúkdóma megi rekja til vinnu og vinnuaðstæðna hefur hins vegar ekki verið nregin viðfangsefni í menntun eða þjálfun lækna. Atvinnusaga sjúklings er þó hluti af almennri sjúkrasögu og er oft lykillinn að greiningu atvinnusjúkdóma. Stundum er vinna sjúklings og vinnuaðstæður framandi fyrir lækni þannig að hann er ekki einfær um að leggja mat á hvort sjúkdómsframkallandi hætt- ur eru þar og getur þá þurft mat atvinnuholl- ustufræðings eða annarra til þess að hjálpa til við greininguna. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur gefið út lista yfir atvinnusjúkdóma til þess að auðvelda skráningu þeirra og samræmingu milli landa (1). Á listunum er upptalning á efnum, eðlis- fræðilegum þáttum og smitefnum sem geta verið á vinnustað og valdið atvinnusjúkdóm- um. Listarnir eru ekki tæmandi heldur er gert ráð fyrir ótöldum mengunarþáttum sem menn geta orðið fyrir í vinnu sinni og geta valdið sjúkdómum en þeir skuli flokkast sem atvinnu- sjúkdómar þegar samband mengunar við sjúk- dóm er staðfest. Á öðrum listum eru atvinnu- sjúkdómar taldir upp eftir líffærakerfum og eru það einkum sjúkdómar í öndunarfærum, húð- sjúkdómar og sjúkdómar í hreyfi- og stoðkerfi. Á þriðja listanum eru tilgreind atvinnukrabba- mein og krabbameinsvaldandi efni og aðstæð- ur á vinnustöðum, og enn sem fyrr er gert ráð fyrir að listinn sé ekki tæmandi heldur geti þar einnig átt heima aðrir krabbameinsvaldar í vinnu þegar og ef skaðleg verkun þeirra verður staðfest. Hér á landi hafa upplýsingar um atvinnu- sjúkdóma fengist af tilkynningunr lækna um grunaða eða staðfesta atvinnusjúkdóma. Til- kynningarnar, á þar til gerðum eyðublöðum, ber læknum að senda héraðslækni sem sendir þær áfram til landlæknis og læknis Vinnueftir- lits ríkisins. Vinnueftirlitið heldur nafnleynd á tilkynningunum en reynir að byggja forvarnir á grunni upplýsinga í þeim. Læknar eru áhuga- lausir um þá lagaskyldu sína að tilkynna at- vinnusjúkdóma og fá eyðublöð berast á hverju ári (2). Á Norðurlöndum eru tilkynningarnar tengdar almannatryggingum atvinnusjúkdóma og einkatryggingum. I nágrannalöndum okkar hafa almannatryggingarnar bætt atvinnusjúk- dóma betur en aðra sjúkdóma fjárhagslega og hefur það verkað sem hvati á tilkynningar um þá. Vinnuverndarstofnanir á Norðurlöndun- um hafa tekið saman yfirlit yfir tilkynnta at- vinnusjúkdóma (3,4). Þar kemur í ljós að til- kynntir atvinnusjúkdómar eru nú fátíðastir á íslandi (4). Fjöldi tilkynntra atvinnusjúkdóma hefur þannig endurspeglað nokkuð trygginga- siði í hverju landi um sig (3,4). Þó að trygginga- löggjöfin hér á landi geri ráð fyrir sérstökum bótum fyrir atvinnusjúkdóma hafa atvinnu- sjúkdómar sjaldan, ef nokkurn tímann verið bættir. Þetta getur skýrt af hverju hér heyrist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.