Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 7

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 435 lítið um atvinnusjúkdóma í almennri umræðu og gerir erfiðara að beita forvörnum. Við fáum því ekki upplýsingar um atvinnusjúkdóma frá almannatryggingunum, sjúklingar hafa ekki hag af því að atvinnusjúkdómar séu rétt greindir og læknar þurfa ekki að leggja sig eins fram við greiningu þeirra. Ekki ber að skilja þessi skrif svo að á hinum Norðurlöndunum komi öll kurl til grafar um atvinnusjúkdóma. Danir hafa til dæmis tvívegis gert athuganir á hve vel tilkynningar um krabbamein sem rekja má til vinnu skila sér og komist að því að ekki hefur dregið úr vanskráningu á atvinnukrabba- meini á síðustu árum (5,6). Hér á landi hefur hingað til engin tilkynning borist um atvinnu- krabbamein þannig að vandi þessara mála deil- ist víðar en um ríki Dana. Hvaða leiðir eru til að fá upplýsingar um atvinnusjúkdóma? Faraldsfræðin er sú fræði- grein sem fjallar um útbreiðslu sjúkdóma með- al fólks og tengsl sjúkleika við ákvarðandi þætti. Faraldsfræðin hefur aðferðir til að mæla tíðni sjúkdóma, einnig atvinnusjúkdóma. Með aðferðum hennar er hægt 1) að finna undir- hópa í stærri hópum sem eru í sérstakri sjúk- dóma- og slysahættu, 2) að uppgötva hættulega mengun og áhrif hennar, 3) að mæla árangur forvarnaaðgerða á vinnustöðum og 4) að meta skilvirkni kembileita að atvinnusjúkdómum. Um atvinnusjúkdómana eru til handhægar textabækur (7,8) en sá fróðleikur sem þar er saman dreginn grundvallast einkum, auk al- mennrar læknisfræðilegrar þekkingar, á far- aldsfræðilegum og eiturefnafræðilegum athug- unum. Rannsóknir sem hafa að markmiði að athuga tengsl vinnu og heilsufars veita því gleggstar upplýsingar um tíðni og eðli atvinnu- sjúkdóma. Vilhjálmur Rafnsson atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirliti ríkisins HEIMILDIR 1. Draft code of practice on recording and notification of occupational accidents and diseases. Geneva: Interna- tional Labour Organization, 1994. 2. Rafnsson V, Magnússon G, Johnsen S. Skýrsla læknis um meintan atvinnusjúkdóm. Læknablaðið 1983; 69: 172-4. 3. Anmalda arbetssjukdomar i Norden 1985. Köpenhavn: Nordisk Ministerrád, 1989. 4. Anmalda arbetssjukdomar i Norden 1990-1992. Köpen- havn: Nordisk Ministerrád, 1996, (í prentun). 5. Skov T, Mikkelsen S, Svane O, Lynge E. Reporting of occupational cancer in Denmark. Scand J Work Environ Health 1990; 16: 401-5. 6. Danö H, Skov T, Lynge E. Underreporting of occupa- tional cancers in Denmark. Scand J Work Environ Health 1996; 22: 55-7. 7. Ladou J. Occupational Medicine. East Norwalk: Appel- ton and Lange, 1990. 8. Zenz C. Occupational Medicine. St Louis: Mosby — Year Book, Inc, 1994.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.