Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 457 Tæp 40% sjúklinga höfðu einkenni fyrir greiningu lengur en í þrjá mánuði. Svipaðar tölur hafa verið birtar erlendis en einnig eru dæmi um mun lengri töf (6-9). Ekki reyndist munur á tímalengd einkenna fyrir greiningu hjá sjúklingum með hægri og vinstri ristil- krabbamein. í fyrrnefnda hópnum höfðu 37% sjúklinga einkenni lengur en þrjá mánuði fyrir greiningu, en í síðari hópnum 40%. Nokkru fleiri greindust innan viku frá upphafi ein- kenna meðal sjúklinga með vinstri krabbamein (17,5% á móti 7%), en ekki var þó um mark- tækan mun að ræða. í erlendum rannsóknum hefur verið haldið fram að um aukna töf sé að ræða meðal sjúklinga með hægri ristilkrabba- ntein (9). Okkar rannsókn bendir ekki til að svo sé og er það athyglisvert þar sem búast hefði mátt við að einkenni hægri æxla væru langvinnari. Það kom á óvart hversu miklar upplýsingar lágu fyrir í sjúkraskrám um tímalengd ein- kenna. Þó er vert að benda á að áreiðanleiki upplýsinga um tímalengd einkenna er minni í afturskyggnri rannsókn en ef um framskyggna væri að ræða. Þá er ekki mögulegt að meta af hverju töfin stafar, það er hvort um sjúklinga- töf (patient’s delay) eða læknistöf (doctor’s delay) er að ræða. Til að komast að þessu hefur verið sett að stað framskyggn rannsókn á töf á greiningu hægri ristilkrabbameina á Landspít- alanum. Meðalgildi blóðrauða var marktækt lægra hjá sjúklingum með hægri ristilkrabbamein en vinstri, líkt og í erlendum rannsóknum, og kemur það ágætlega heim og saman við ein- kenni þeirra. Upplýsingar um blóðrauða lágu fyrir hjá álíka stóru hlutfalli sjúklinga með hægri og vinstri ristilkrabbamein (89% sjúk- linga með vinstri en 92% sjúklinga með hægri) en hins vegar höfðu mun fleiri sjúklingar hægri ristilkrabbamein en vinstri í þessari rannsókn. Hlutfall sjúklinga á Dukes stigum B (34%), C (29%) og „D“ (27%) var sambærilegt við aðrar rannsóknir. Þó voru hérlendis nokkru fleiri á stigum C og „D“, en erlendis er þetta hlutfall á bilinu 40-52% (3,23). Sjúklingar á stigi A (10%) voru fáir í þessari rannsókn, bæði meðal hægri og vinstri ristilkrabbameina. Hugsanleg skýring gæti legið í töf á greiningu æxlanna. Svipaðar niðurstöður hafa verið birt- ar erlendis og einnig hér á landi (9,14). í áður- nefndri rannsókn frá Borgarspítalanum voru til dæmis 8% sjúklinga á stigi A (14). Ekki var marktækur munur á stigun sjúklinga með hægri og vinstri ristilkrabbamein. Lfkt og fyrir stigun reyndust lífshorfur sjúk- linga á stigi B, C og „D“ svipaðar og í sambæri- legum erlendum rannsóknum (17,22-23). Fimm ára lífshorfur sjúklinga á stigi A voru hins vegar verri en búast mátti við eða aðeins um 68%. Astæður fyrir því eru fáir sjúklingar á stigi A, eða 17 talsins en fimm þeirra létust (allir með hægri ristilkrabbamein) á tímabilinu frá aðgerð til gerðar líftöflu og reyndust þrír þeirra hafa lifrarmeinvörp. Þeir höfðu augljós- lega verið stigaðir of lágt. í þessu sambandi er hægt að nota ómun um kviðsjá eða í aðgerð til að gera stigun sjúklinga nákvæmari. Sýnt hefur verið fram á yfirburði þeirrar aðferðar fram yfir ómun um kviðvegg og tölvusneiðmynda- töku til að greina meinvörp í eitlum og lifur (24,25). Þessi aðferð bætir stigun sjúklinga en gæti auk þess hugsanlega leiðbeint um aðgerð- arval. Flestir sjúklingar gangast undir ristil- nám, hvort sem það er líknandi eða læknandi aðgerð, og þessi gerð ómunar myndi engu breyta þar um. Hins vegar gæti hún haft ábend- ingargildi um brottnámsaðgerðir á hluta lifrar. Sýnt hefur verið fram á bættar lífshorfur sjúk- linga með ristilkrabbamein og meinvörp í lifur eftir slíkar aðgerðir, svo fremi sem meinvörpin eru lítil og fá (26). Enginn af sjúklingunum í okkar rannsókn fór í slíka aðgerð eftir grein- ingu. Skurðdauði reyndist 7,2%. Helmingur þeirra, er létust innan 30 daga frá aðgerð, var með fjarmeinvörp, en 75% með útbreiddan sjúkdóm (það er stig C eða ,,D“). Sé eingöngu litið á sjúklinga, sem fóru í læknandi aðgerðir, var skurðdauði 5%. Erlendar tölur yfir skurð- dauða eru á bilinu 4-5% og eiga oftast við um læknandi aðgerðir. Séu líknandi aðgerðir tald- ar með getur talan hækkað í allt að 10% (4,6,22,28). Okkar tölur eru því viðunandi. Við teljum ósennilegt að lækka megi þetta hlutfall mikið, að minnsta kosti ekki nægjan- lega til þess að það skili sér í bættum heildar- lífshorfum sjúklinga. Samkvæmt þessari rannsókn var ekki munur á lífshorfum sjúklinga eftir því hversu lengi þeir höfðu haft einkenni fyrir greiningu. Þetta bendir til þess að eftir að einkenni eru komin fram séu horfur sjúklinga að miklu leyti ráðn- ar. Aðrir hafa komist að svipaðri niðurstöðu (5-9) Tengsl tímalengdar einkenna fyrir grein- ingu og lífshorfa hafa þó verið umdeild (10).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.