Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 45

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 467 Teknar voru blóðprufur við komu og eftir- farandi blóðgildi mæld (efri viðmiðunargildi í sviga): Fjöldi hvítra blóðkorna (10,2 X 10*9/L), sökk (15mm/klst fyrir karla, 23mm/klst fyrir konur) og CRP (C-reactive peptide) (lOmg/L). Botnlangi þeirra sem fóru í aðgerð var send- ur í formalíni til vefjagreiningar og á henni byggðist síðan sjúkdómsgreiningin. Þeir sem ekki fóru í aðgerð voru ekki álitnir hafa sjúk- dóminn enda enginn þeirra lagður inn að nýju vegna gruns um botnlangabólgu næstu sex mánuði á eftir. Fyrir áðurnefnd próf (blóðprufuniðurstöð- ur, hitamælingar, einkenni) fékkst fjögurra reita tafla þar sem annars vegar var jákvætt eða neikvætt próf og hins vegar sjúkdómurinn til staðar eða ekki. Þá var hægt að reikna fyrir hvert próf spágildi jákvæðs prófs, spágildi neikvæðs prófs, næmi (sensitivity) prófs og sér- tekt (specificity) (15)*. Niðurstöður Af 36 sjúklingum reyndust 22 hafa botn- langabólgu og 14 ekki, en alls voru 27 sjúkling- ar teknir til aðgerðar. Af þessum 22 var getið um rof eða drep (perforatio/gangren) hjá 10. Af þeim sem fóru í aðgerð voru fimm með eðlilega botnlanga og eru sjúkdómsgreiningar þeirra í töflu I. Níu sjúklingar útskrifuðust heim með klíníska greiningu án inngripsrann- sóknar eða aðgerðar og eru sjúkdómsgreining- ar þeirra í töflu II. Niðurstöður húðhitamælinganna sýndu að aðeins tveir þeirra 22 sem höfðu sjúkdóminn reyndust vera með að minnsta kosti 0,5°C hærri húðhita í hægri mjaðmargróf miðað við vinstri. Hins vegar höfðu fjórir þeirra 14 sem ekki höfðu sjúkdóminn þennan hitamun. Þegar litið var til hinna prófanna fengust sams konar fjögurra reita töflur og reiknað var spá- gildi, næmi og sértekt fyrir hvert þeirra. Niður- stöður eru sýndar í töflu III og IV. *Spágildi jákvœðs prófs: Líkur á aö hafa sjúkdóminn ef prófið er jákvætt (P(á/c)= (a+c)/c). Spágildi neikvœðs prófs: Líkur á aö hafa ekki sjúkdóm- inn ef prófið er neikvætt (P(b/d) = (b+d)/d). Nœmi prófs: Líkur á aö hafa jákvætt próf ef sjúkdómur- inn er til staðar (P(c/a)=(c+a)/a). Sértœki prófs: Líkur á að hafa neikvætt próf ef sjúkdóm- urinn er ekki til staðar (P(d/b)=(d+b)/b). Skýringar: a=fjöldi með sjúkdóm, b=fjöldi án sjúk- dóms, c=fjöldi með jákvætt próf, d=fjöldi með neikvætt próf. Fullkomið próf hefur 100% í hverju þessara gilda (15). Table 1. The diagnosis of the five patients who underwent operation but did not have appendicitis. Diagnosis N Unknown 2 Ruptured ovarial cyst 2 Cholecystitis 1 Table II. THe diagnosis ofthe nine patients that did not have an operation. Diagnosis N Unknown 7 Irritable bowel disease 1 Urinary infection 1 Umræða Samkvæmt ofangreindum niðurstöðum er húðhitamæling léleg rannsókn til að meta líkur á botnlangabólgu (spágildi jákvæðs og nei- kvæðs prófs aðeins 33%, næmi 9%, sértekt 71%). Hana ætti því ekki að innleiða á bráða- móttöku til að auðvelda greiningu sjúklinga með bráða kviðverki. í tveimur öðrum rann- sóknum, þar af annarri nýlegri, hefur verið komist að sömu niðurstöðu (16,17). Sama á við um mælingu líkamshita, sökks og CRP. Aðeins þriðjungur þeirra sem höfðu botnlangabólgu var með hita og tíundi hluti þeirra með hækkað sökk. Svo til allir sjúklingarnir voru aumir í hægri mjaðmargróf hvort sem þeir reyndust með bólginn botnlanga eða ekki og enda- þarmseymsli til hægri voru hlutfallslega al- gengari hjá þeim sem ekki höfðu sjúkdóminn. Ógleði eða uppköst voru algeng í báðum hóp- unum en niðurgangur mjög sjaldgæfur. Hvítkornafjölgun kom best út í þessari rann- sókn með 91% næmi og 86% sértekt. Af sjúk- lingum höfðu 9% botnlangabólgu án hvít- kornafjölgunar. Ekki kemur á óvart að sértekt er ekki hærri (86%) enda geta fjölmargir sjúk- dómar valdið hækkun á hvítum blóðkornum í blóði. í nýlegri rannsókn var sýnt fram á að hvítkornahækkun hefur ekki áhrif á ákvörðun skurðlæknisins um hvort sjúklingur fer í aðgerð eða ekki (7). Samkvæmt erlendum rannsókn- um er næmi hvítkornafjölgunar við botnlanga- bólgu á bilinu 82-95% og því ljóst að okkar niðurstöður falla innan þess ramma (18-21). í þessari rannsókn var næmi CRP hækkunar aðeins 39% sem er lægra hlutfall en í stærri rannsóknum þar sem næmið hefur verið á bil- inu 70-75% (18,19,22). Sértektin er frekar lágt líkt og fyrir hvítkornafjölgun enda er prófið

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.