Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1996, Page 50

Læknablaðið - 15.06.1996, Page 50
472 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 472-3 Nýr doktor í læknisfræði Þann 22. mars 1996 varði Ásbjörn Jónsson læknir doktorsritgerð við Háskólann í Lundi. Ritgerðin nefnist Digital and Computed Muscti- loskeletal Radiography. A study on spatial resol- ution, diagnostic accuracy, image quality and radiation dose. Fer ágrip úr ritgerðinni hér á eftir. í læknisfræðilegri myndgreiningu eru staf- rænar myndir teknar með tölvusneiðmynda- tækjum, segulómun, ísótóparannsóknum, ómun og fullkomnari æðaþræðingatækjum. Hið stafræna form gefur ýmsa möguleika í vinnslu, flutningi, sýningu og geymslu mynd- anna. Hin hefðbundna röntgenmynd er ekki stafræn og hefur ekki þessa kosti. Hin síðari ár hafa komið til ýmsar aðferðir og tæki til að fá fram stafrænar röntgenmyndir. Þessi tæki eru sum hver mjög sérhæfð og nýtast ekki á al- mennum röntgendeildum. Önnur falla betur að starfseminni og hafa náð vaxandi út- breiðslu. Eitt slíkt tæki er skanni sem les venjulega röntgenmynd með leysigeisla og færir á staf- rænt form. Helsta notkunarsviðið er við fjar- greiningu röntgenmynda, en ókostur er að punktupplausn stafrænu myndarinnar er minni en frummyndarinnar. Það gildir einnig um stafrænar röntgenmyndir teknar með annarri aðferð, minnisþynnukerfi, á ensku computed radiography, hér er notast við skammstöfunina CR. Sú tækni er þó mun þróaðri sem stafræn aðferð, röntgenfilman er ekki milliliður, held- ur er myndplatan viðtaki myndarinnar. Geym- ir hún í sér minnismynd í hverjum punkti í hlutfalli við áfallandi geislun, sem mótuð er af mismunandi geislagleypni líkamsvefjanna. Minnisþynnan inniheldur flúrskímandi efni og þegar platan er sett í sérstakan leysigeislalesara verður ljómun í hlutfalli við þá geislun sem féll á hvern punkt. Ljósið er numið og notað til að skapa stafræna mynd. Má bæði prenta mynd- ina á filmu og skoða hana á tölvuskjá. Þegar ný myndgreiningartækni er tekin í notkun er nauðsynlegt að bera greiningarhæfni hennar saman við fyrri tækni, sem verður þá viðmiðun. Jafnframt verður að ganga úr skugga um að rannsóknaraðferðin valdi ekki aukinni áhættu fyrir sjúklinginn, en einn af kostum CR er reyndar möguleiki á lækkun geislaskammta við hverja rannsókn. Myndgreining stoðkerfissjúkdóma og -áverka er stór hluti rannsókna og krefst í mörgum tilvikum meiri upplausnar en aðrar röntgenrannsóknir. Var því valið að kanna greiningarhæfni CR og þá lágmarkspunktupp- lausn stafrænna röntgenmynda sem nauðsyn- leg er í stoðkerfisrannsóknum. Auk þess voru könnuð áhrif þess að draga úr geislaskömmt- um á myndgæði við stoðkerfisröntgenrann- sóknir með CR.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.